22. maí 2017

Mannabreytingar hjá Norðurorku

Nokkrar mannabreytingar verða hjá Norðurorku á næstu mánuðum. Baldur Dýrfjörð lögfræðingur og staðgengill forstjóra lætur af störfum í ágúst næstkomandi en hann hefur verið ráðinn til starfa hjá SAMORKU - samtökum orku- og veitufyrirtækja.

Gunnur Ýr Stefánsdóttir núverandi gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri tekur við starfi verkefnisstjóra á skrifstofu forstjóra og hefur staða hennar verið auglýst laus til umsóknar.

Guðrún Björg Harðardóttir hættir sem mannauðsstjóri og við hennar starfi tekur Erla Björg Guðmundsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar.  Erla Björg tekur til starfa um miðjan júní n.k.

Capacent hefur umsjón með ráðningu gæða-, umhverfis- og öryggisstjóra og er umsóknarfrestur til 30. maí n.k.