5. des 2019

Mögulegar truflanir vegna breytinga á hitaveitukerfi

Liðna daga hefur verið unnið að því að taka hluta af nýju 500 mm lögninni frá Hjalteyri í notkun. Með þeirri aðgerð eykst magn hitaveituvatns sem hægt er flytja til Akureyrar en flutningsgeta aðveitukerfisins hefur verið þröskuldur liðna vetur. Í ljósi ofangreinds eykst streymishraði vatnsins nokkuð í grennsta hluta lagnanna og þannig má búast við að sandur og set, eða svokallaður íburður úr jarðhitakerfunum, fari af stað í kerfinu. Þá má búast við að óhreinindi setjist í síur í inntökum sem þá þurfi að hreinsa, einnig má búast við aukningu á lofti í kerfinu.

Nokkrar ábendingar hafa komið í gærkvöldi og morgun en von okkar er að kerfin nái jafnvægi í dag. Við munum reyna að svara ábendingum eins og kostur er.

Við biðjum viðskiptavini okkar velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.