7. okt 2022

Neyðarstjórn Norðurorku virkjuð vegna slæmrar veðurspár

Mynd fengin af vef Akureyrarbæjar (www.akureyri.is)
Mynd fengin af vef Akureyrarbæjar (www.akureyri.is)

Veðurútlit fyrir sunnudaginn (9. október) er ekki gott en eins og fram kemur á heimasíðu Akureyrarbæjar (Sjá HÉR) er fólk hvatt til að huga að og ganga tryggilega frá eigum sínum svo ekki hljótist tjón af. 

Neyðarstjórn Norðurorku hefur verið virkjuð og gerðar ráðstafanir sem miða að því að tryggja órofinn rekstur allra veitna á meðan veðrið gengur yfir. Spáð er mikilli úrkomu og hitastigi í kringum frostmark en í veðri sem þessu er alltaf aukin hætta á atvikum í flutningskerfi raforku og þar með á kerfi Norðurorku. Ekki einungis á dreifiveitu rafmagns á Akureyri heldur einnig á hita-, vatns- og fráveitur þar sem margar dælur eru víða í kerfunum á öllu starfssvæðinu. 

Áfram verður fylgst með fundum aðgerðarstjórnar almannavarnarnefndar og neyðarstjórn Norðurorku verður virk þar til veður er gengið niður.