Norðurorka hf. óskar eftir að ráða verkstjóra á framkvæmdasviði. Verkstjóri skipuleggur verkefni vélaverkstæðis og vinnuflokka veitukerfa og hefur umsjón með daglegri stjórnun þeirra.
Starfið heyrir undir sviðsstjóra framkvæmdasviðs.
Starfs og ábyrgðarsvið
- Skipulagning og undirbúningur verka.
- Sjórnun og úthlutun verka.
- Þátttaka í áætlanagerð og stefnumótun.
- Öryggismál.
- Samskipti við verktaka.
- Samskipti við viðskiptavini.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Iðnmenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af stjórnun er kostur og einnig af jarðlögnum.
- Góð almenn tölvukunnátta. Þekking á teiknikerfum kostur.
- Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Jákvæðni og mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum.
Auglýsingu um starfið má sjá hér.