Norðurorka er stolt af því að hafa innan sinna raða starfsfólk sem vinnur óeigingjarnt starf í þágu björgunarsveita á Íslandi.
Á dögunum fór fram ein stærsta fjáröflun björgunarsveita Landsbjargar, salan á neyðarkallinum. Samhliða sölunni á Neyðarkallinum selja björgunarsveitirnar fyrirtækjum stærri Neyðarkalla og ákvað Norðurorka að styrkja björgunarsveitir landsins um einn slíkan. Hagnaður af sölunni rennur til björgunarsveita og slysavarnadeilda og er hann notaður til að efla og styrkja starfið. Í gegnum tíðina hefur almenningur haft mikinn skilning á störfum björgunarsveita enda veit fólk að þegar neyðarkall berst bregðast þær hratt við með allan sinn mannskap, búnað, tækni og þekkingu.
Hefur þú áhuga á því að gerast bakvörður og styrkja Landsbjörgu með mánaðarlegu framlagi?
Opnunartími í afgreiðslu:
Alla virka daga kl. 8-12 og 13-15
Opnunartími þjónustuborðs:
Mánudag til fimmtudags kl. 8-12 og 13-16
Föstudag kl. 8-12 og 13-15:20