5. feb 2019

Þátttaka Norðurorku á starfamessu í Háskólanum á Akureyri

Norðurorka tók þátt í Starfamessu í Háskólanum á Akureyri sem fram fór föstudaginn 1. febrúar síðastliðinn. Áætla má að um 700 unglingar hafi lagt leið sína í Háskólann þennan dag en markmiðið með starfamessunni er að grunnskólanemar í 9. og 10. bekk kynnist fjölbreyttri atvinnustarfsemi í bænum og þeim möguleikum sem þeirra bíða í framtíðinni.

Þau Guðmann, Hjalti Steinn, Pétur Freyr og Erla voru fulltrúar Norðurorku á staðnum og sáu þau um að svara hinum ýmsu spurningum um starfsemi fyrirtækisins og þau störf sem þar eru unnin. Þetta er í annað skipti sem Norðurorka tekur þátt í starfamessunni en að þessu sinni tóku rúmlega 30 fyrirtæki og stofnanir þátt, kynntu margvíslega starfsemi sína og svöruðu fyrirspurnum nemenda og annarra gesta. 

Norðurorka bauð gestum m.a. að prufa sérútbúið þrekhjól en þannig fengu krakkarnir tækifæri til að finna hversu mikla orku þyrfti til að dæla vatni upp í ákveðna hæð með því að hjóla á þrekhjóli. Á myndinni hér að neðan má sjá einn gest reyna sig við hjólið en með honum á myndinni er Guðmann, vélstjóri hjá Norðurorku, en hann er einn af hugmyndasmiðum hjólsins.

Nemendum bauðst einnig að taka þátt í getraun þar sem svara þurfti 4 spurningum. Dregnir voru út 10 vinningshafar og fékk hver þeirra tvo bíómiða. Búið er að hafa samband við vinningshafa sem voru:

Sigrún Lilja Síðuskóla

Sigurður Ringsted Sigurðsson Brekkuskóla

Nikola María Síðuskóla

Agnes Vala Tryggvadóttir Giljaskóla

Mikael Guðmundsson Brekkuskóla

Bárður Hólmgeirsson Brekkuskóla

Arnar Örn Arnarson Giljaskóla

Birgitta Rán Freydísardóttir Síðuskóla

Hilmar Bjarni Gíslason Naustaskóla

Írena Sunna Síðuskóla