19. des 2025

Nýir tæknilegir tengiskilmálar raforkudreifingar

Mynd tekin þegar spennir við aðveitustöðina í Kollugerði var málaður í maí 2025. Tímafrekt verk sem …
Mynd tekin þegar spennir við aðveitustöðina í Kollugerði var málaður í maí 2025. Tímafrekt verk sem krefst mikillar nákvæmni.

Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja hafa nú formlega gefið út nýja sameiginlega Tæknilega tengiskilmála Raforkudreifingar, TTR.

Í skilmálunum kemur fram hvernig tengingar skulu gerðar, ábyrgð eigenda og verktaka skýrð og þess krafist að tæknilegar kröfur séu lagðar fram áður en neysluveita er sett í rekstur eða þeim breytt. Jafnframt er lögð áhersla á staðlaða framkvæmd tenginga, einfaldara umsóknarferli og aukna samhæfingu milli dreifiveitna, framkvæmdaaðila og rafverktaka. Tengiskilmálar eru hluti af samningi milli dreifiveitu og notanda.

Uppfærðir skilmálar taka mið af breyttum þörfum og kröfum notenda og dreifiveitna, m.a. vegna nýrrar tækni eins og snjallmæla og hleðslu rafbíla sem eldri skilmálar gerðu ekki ráð fyrir.

Tæknilega tengiskilmála raforkudreifingar má finna hér.