13. des 2019

Öllum takmörkunum varðandi hitaveituna hefur verið aflétt

Öllum takmörkunum varðandi hitaveituna hefur verið aflétt.

Vinnslusvæðið á Hjalteyri er þó enn keyrt á varaafli en þar eru í gangi tvær varaaflsvélar. Vélarnar eru nú keyrðar að ósk RARIK sem þar með getur nýtt tengingar og rafafl svæðisins til að flytja rafmagn norður í vestuhluta Eyjafjarðar þ.e. fyrir íbúa á Árskógsströnd. Að öðru leyti er hitaveitukerfið komið í gott jafnvægi.

Það hefur sýnt sig liðna daga að sú ákvörðun sem tekin var af stjórn Norðurorku 2012 um að byggja upp varafl fyrir hitaveitukerfið var réttmæt. Norðurorka hefur á liðnum árum fjárfest í varaafli fyrir á annað hundrað milljónir króna. Það er í raun sorglegt að þetta sé raunin árið 2019, það að ekki sé hægt að treysta sjálfsögðum og mikilvægum innviðum raforkukerfis á stórum hluta landsins. Það hlýtur að vera eðlileg krafa okkar íbúa á landsbyggðinni að flutningskerfi raforku sé byggt upp og að við sitjum við sama borð og aðrir hvað þessa mikilvægu innviði varðar.