15. sep 2021

Útboð - Göngustígur og lagnir Svalbarðsströnd

Mynd fengin af Akureyri.net
Mynd fengin af Akureyri.net


Norðurorka og Svalbarðsstrandarhreppur óska eftir tilboðum í verkið: Göngustígur og lagnir, Svalbarðsströnd.
Verkið felst í lagningu göngu- og hjólastígs ásamt lögnum fyrir heitt og kalt vatn um Vaðlareit Svalbarðsströnd, frá Skógarböðum að Vaðlaheiðargöngum. 

Skiladagar verksins eru tveir

Lögnum Norðurorku og fyllingum yfir þær og í stíg skal lokið 30. desember 2021.
Verkinu skal að fullu lokið 15. maí 2022.

Útboðsgögn og skiladagur tilboða

Útboðsgögn verða afhent með rafrænum hætti hjá Verkís hf., Austursíðu 2, 603 Akureyri, frá og með fimmtudeginum 16. september 2021 að gefnum upplýsingum um nafn, heimili, símanúmer og netfang.

Tilboðum skal skila á VERKÍS hf., Austursíðu 2, 3. hæð, eigi síðar en fimmtudaginn 30. september 2021 kl. 11.00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Sjá auglýsingu