15. feb 2021

Öskudagur 2021 í Norðurorku

Við tökum glöð á móti syngjandi börnum á öskudaginn! 

Við munum að sjálfsögðu gera okkar til að tryggja sóttvarnir og við treystum því að gestir okkar, hvaða kynjaverur sem um ræðir, geri slíkt hið sama. Þess vegna hvetjum við hópa til að bíða fyrir utan þjónustuver ef aðrir hópar eru inni þannig að ávallt sé bara einn hópur inni hverju sinni.
Fullorðna fólkið biðjum við um að hinkra eftir sínu fólki utandyra þennan öskudaginn, en ef þarf einhverra hluta vegna að fylgja börnunum inn þá er nauðsynlegt að vera með grímu og halda tveggja metra fjarlægð.

Við hlökkum svo sannarlega til að taka á móti öllum, smáum OG stórum, á öskudeginum 2022.