16. feb 2023

Rafeyri hlaut forvarnarverðlaun VÍS

Guðný Helga Herbertsdóttir forstjóri VÍS, Hannes Garðarsson skrifstofu-, öryggis- og gæðastjóri hjá …
Guðný Helga Herbertsdóttir forstjóri VÍS, Hannes Garðarsson skrifstofu-, öryggis- og gæðastjóri hjá Rafeyri, Kristinn Hreinsson framkvæmdastjóri hjá Rafeyri og Guðmundur Ólafsson forstöðumaður fyrirtækjaviðskipta VÍS. (Mynd af vefnum www.vis.is)

Rafeyri ehf. hlaut í síðustu viku forvarnarverðlaun VÍS. Verðlaunin hlýtur það fyrirtæki sem þykir skara fram úr í öryggismálum og er öðrum fyrirtækjum góð fyrirmynd.

Það er virkilega jákvætt þegar fyrirtæki gerir það vel í öryggismálum að eftir er tekið og auðvitað sérstaklega ánægjulegt þegar um ræðir norðlenskt fyrirtæki á okkar svæði, líkt og Rafeyri.

Öflug öryggisvitund og öryggishegðun hjá Rafeyri er okkur í Norðurorku hvatning í að halda áfram að efla okkar öryggismenningu enn frekar. Við höfum sett öryggismál í forgrunn í allri okkar starfsemi og leggjum áherslu á að ekkert sem fyrirtækið geri sé svo mikilvægt að það réttlæti að starfsfólk hætti lífi sínu eða heilsu við vinnu.

Við óskum Rafeyri ehf. innilega til hamingju með forvarnarverðlaun VÍS 2023.