Rafeyri ehf. hlaut í síðustu viku forvarnarverðlaun VÍS. Verðlaunin hlýtur það fyrirtæki sem þykir skara fram úr í öryggismálum og er öðrum fyrirtækjum góð fyrirmynd.
Það er virkilega jákvætt þegar fyrirtæki gerir það vel í öryggismálum að eftir er tekið og auðvitað sérstaklega ánægjulegt þegar um ræðir norðlenskt fyrirtæki á okkar svæði, líkt og Rafeyri.
Öflug öryggisvitund og öryggishegðun hjá Rafeyri er okkur í Norðurorku hvatning í að halda áfram að efla okkar öryggismenningu enn frekar. Við höfum sett öryggismál í forgrunn í allri okkar starfsemi og leggjum áherslu á að ekkert sem fyrirtækið geri sé svo mikilvægt að það réttlæti að starfsfólk hætti lífi sínu eða heilsu við vinnu.
Við óskum Rafeyri ehf. innilega til hamingju með forvarnarverðlaun VÍS 2023.
Opnunartími í afgreiðslu:
Alla virka daga kl. 8-12 og 13-15
Opnunartími þjónustuborðs:
Mánudag til fimmtudags kl. 8-12 og 13-16
Föstudag kl. 8-12 og 13-15:20