14. ágú 2020

Rafmagnslaust á hluta Akureyrar fyrr í dag

Rafmagnslaust varð á hluta Akureyrar um hádegisbil í dag.
Orsök bilunarinnar er óljós en talið er að grafið hafi verið í háspennustreng.

Rafmagni hefur nú verið komið á eftir öðrum leiðum og því ætti enginn að finna fyrir rafmagnsleysi lengur.