7. jan 2021

Rafmagnslaust varð í nótt vegna elds í Glerárskóla

Mynd fengin af www.kaffid.is
Mynd fengin af www.kaffid.is

Eldur kom upp í Glerárskóla seint í gærkvöldi, í rými við hlið dreifistöðvar Norðurorku. Eldurinn og reykur urðu til þess að rafmagnslaust varð á stórum hluta Akureyrar um kl. 23.24 í gærkvöldi.
Rafmagni var komið aftur á um kl. 00.04 á stærstum hluta en skipta þurfti um felt í dreifistöðinni og að þeirri vinnu lokinni, eða um kl. 6.10, var komið rafmagn á alla.

Hér að neðan má sjá starfsfólk Norðurorku að störfum í nótt en eins og sjá má þá geta aðstæður verið snúnar.