10. des 2019

Rafmagnstruflanir valda rekstrarerfiðleikum í hitaveitunni

Miklar rafmagnstruflanir hafa verið á Norðurlandi seinnipartinn í dag af völdum óveðursins. Truflanirnar hafa margsinnis slegið út dælum og búnaði í hitaveitukerfum Norðurorku. Enn sem komið er hefur tekist að halda öllum vinnslusvæðum hitaveitunnar gangandi. Nokkur vinnslusvæði keyra á varaafli og því ekki á fullum afköstum.  Komi til að rafmagnstruflanir verði það miklar eða viðvarandi má búast við að keyra þurfi vinnslusvæðin á varaafli sem ekki er eins öflugt og almennt dreifikerfi rafmagns.

Fólk er beðið að fara sparlega með notkun á heitu vatni í ljósi ofangreinds.