Erum við að leita að þér?
Norðurorka auglýsir eftir tæknilega sinnuðum sérfræðingi sem er fljótur að tileinka sér nýja færni og hefur ríka þjónustulund. Æskilegt er að viðkomandi hafi góða reynslu af hönnun veitukerfa, úrvinnslu verkteikninga og eða vinnu í GIS kerfum. Fram undan eru mörg spennandi verkefni sem tengjast hönnun veitukerfa Norðurorku og GIS vinnslu.
Frekari upplýsingar / umsóknarform
Umsækjendur eru hvattir til að fylla vandlega út umsóknarformið. Vel framsett umsókn með upplýsingum um fyrri störf og menntun er líklegri til að standast samanburð við aðrar umsóknir.
Um Norðurorku
Meginhlutverk Norðurorku er að þjónusta heimili og atvinnulíf með vinnslu og dreifingu á heitu vatni og neysluvatni, rekstri dreifikerfi raforku og rekstri fráveitu. Norðurorka er reyklaus vinnustaður og starfar skv. vottuðu gæðakerfi (ISO 9001).
Norðurorka er metnaðarfullt og vel rekið fyrirtæki sem laðar að sér hæft starfsfólk og hlúir að því. Við leggjum áherslu á að byggja upp nærandi starfsumhverfi þar sem starfsfólk vex og dafnar í lífi og starfi. Við erum framsækin í nýsköpun og þjónustu og berum ríka samfélagslega ábyrgð.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15