13. júl 2020

Skráning netfanga á "Mínar síður" Norðurorku

Við viljum vera í góðu sambandi við viðskiptavini okkar og leggjum okkur fram við að koma upplýsingum hratt og örugglega til þeirra.

Þess vegna óskum við eftir því að þú notandi góður skráir netfangið þitt ásamt farsímanúmeri inn á "mínar síður" sem þú finnur á heimasíðu okkar www.no.is.

Þannig tryggjum við í sameiningu að upplýsingar um þjónustu s.s. mælaálestur, þjónusturof o.fl., skili sér beint til þín og á enn styttri tíma en áður.

Svo drögum við líka úr pappírsnotkun.