11. des 2019

Staðan á hitaveitukerfunum í lok dags 11. desember

Rekstur hitaveitunnar hefur gengið nokkuð vel í dag og er flest í nokkuð góðu ástandi. Nú er unnið að viðgerð á búnaði sem fæðir sveitina suður frá Fagraskógi en þar var um bilun að ræða. Tekist hefur að halda vatnshæð og auka magn í tönkum á Akureyri.

Vinnslusvæðin í Ólafsfirði, á Reykjum, í Fnjóskadal og Hjalteyri keyra öll á varaaflsvélum. Þá keyrir dælustöðin í Þórunnarstræti einnig á varaafli.

Unnið er að því að tengja færanlega varaaflsvél til viðbótar á vinnslusvæðið á Hjalteyri og er búist við að það klárist í fyrramálið en við það munum við ná að auka afköst í dælingu.

Við vonum svo að vel gangi í kvöld og nótt að halda kerfinu í jafnvægi.

Við þökkum viðskiptavinum okkar fyrir góðar undirtektir í að fara sparlega með vatn.