Föstudaginn 5. desember voru veittar starfsaldursviðurkenningar hjá Norðurorku. Gaman er að segja frá því að almennt er starfsaldur hár í fyrirtækinu og starfsmannavelta lítil. Að þessu sinni voru tveir starfsmenn heiðraðir fyrir langtíma störf sín í þágu fyrirtæksins:
Guðmann Böðvarsson hefur starfað hjá Norðurorku í 10 ár og hefur á þeim tíma reynst traustur og áreiðanlegur liðsmaður sem leggur metnað í öll sín verkefni.
Helga Steingrímsdóttir hefur starfað hjá fyrirtækinu frá upphafi. Helga hóf störf fyrir 40 árum, árið 1985 hjá Hitaveitu Akureyrar, sem síðar varð Norðurorka með sameiningu fleiri veitna. Helga hefur því verið hluti af þróun og uppbyggingu fyrirtækisins frá fyrstu tíð.
Norðurorka hefur á aldarfjórðungi vaxið og dafnað, þökk sé öflugum hópi starfsfólks sem vinnur saman í anda virðingar, fagmennsku og trausts. Við óskum Guðmanni og Helgu innilega til hamingju og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15