16. maí 2018

Stelpur og tækni

​Viðburðurinn Stelpur og tækni var haldinn í annað skipti í Háskólanum á Akureyri en um er að ræða samstarfsverkefni HA og HR. Dagurinn er haldinn að fyrirmynd Girls in ICT Day sem haldinn er víða um heim. 

Verkefnið miðar að því að kynna stelpum nám í tæknigreinum, kynna þær fyrir fyrirmyndum í tækni og opna augu þeirra fyrir þeim framtíðarmöguleikum sem tæknigreinar bjóða. Stelpurnar tóku þátt í vinnustofum í HA fram að hádegi en eftir hádegi heimsóttu þær tæknifyrirtæki með konur í fararbroddi. Norðurorka tók á móti 15 stelpum og kynnti fyrir þeim fyrirtækið ásamt þeim fjölmörgu störfum sem þar eru unnin.  

Um þriðjungur starfsfólks Norðurorku er konur og hefur hluti þeirra lokið tæknimenntun s.s. rafmagnstæknifræði og byggingafræði. 

Hér að neðan má sjá myndir frá heimsókninni.