23. apr 2024

Streymi á ársfund Norðurorku

Ársfundur Norðurorku fer fram í Menningarhúsinu Hofi.
Ársfundur Norðurorku fer fram í Menningarhúsinu Hofi.

Ársfundur Norðurorku verður haldinn í dag, þriðjudaginn 23. apríl nk. kl. 15.00 í Menningarhúsinu Hofi.

Á fundinum verður boðið upp á fróðleg erindi þar sem fjallað verður m.a. um jarðhitaleit í Eyjafirði, tilraunaverkefni um nýtingu glatvarma frá TDK, þéttingu byggðar með tilheyrandi áhrifum á dreifikerfi rafveitu, hvað gerir Norðurorka í fræðslumálum starfsfólks og hvernig er rekstraröryggi veitna fyrirtækisins tryggt. Gestafyrirlesari frá HS Veitum fjallar um áskoranir í rekstri veitukerfa á tímum jarðhræringa og gefur okkur innsýn í verkefni fyrirtækisins og þær krefjandi aðstæður sem starfsfólk hefur unnið við síðustu mánuði.

Hægt er fylgjast með fundinum í streymi HÉR.

Ársskýrsla Norðurorku 2023 er HÉR.