14. feb 2020

Styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna 2020

Styrkþegar ásamt Helga Jóhannssyni, forstjóra Norðurorku, og Ingibjörgu Ólöfu Isaksen, stjórnarmaður…
Styrkþegar ásamt Helga Jóhannssyni, forstjóra Norðurorku, og Ingibjörgu Ólöfu Isaksen, stjórnarmaður Norðurorku.

Miðvikudaginn 8. janúar úthlutaði Norðurorka styrkjum til samfélagsverkefna og fór athöfnin fram í Listasafninu á Akureyri. Staðsetningin er vel við hæfi þar sem Norðurorka er bakhjarl Listasafnsins.

Í byrjun nóvember 2019 auglýsti Norðurorka hf. eftir umsóknum um styrki til samfélagsverkefna fyrir árið 2020 og rann umsóknarfrestur út 19. nóvember. Fram kom að veittir væru styrkir til menningar- og lista, íþrótta- og æskulýðsstarfs og góðgerðarmála. Markmið með styrkjum Norðurorku hf. er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.

Alls bárust 105 umsóknir. Flestar umsóknir bárust frá aðilum á starfssvæði Norðurorku sem nær frá Fjallabyggð til Þingeyjarsveitar en einnig komu nokkrar umsóknir annarsstaðar frá. Verkefnin voru fjölbreytt og greinilega mikil gróska í samfélaginu á fjölmörgum sviðum en að þessu sinni hlutu 46 verkefni styrk og nam heildarfjárhæð styrkja sjö milljónum króna.

Hér að neðan má sjá mynd sem Auðunn Níelsson tók af styrkþegum eða fulltrúum þeirra að lokinni úthlutun. Einnig má sjá lista yfir þau verkefni eða þá aðila sem hlutu samfélagsstyrk Norðurorku árið 2020. 

Hér fyrir neðan er að finna nöfn allra styrkþega og verkefni þeirra.

Myndir frá viðburðinum 

Styrkþegi

Verkefni

Aldís Kara Bergsdóttir

Afreksstyrkur - Listhlaup á skautum.

Alþýðumenning við Eyjafjörð

Eyfirski safnadagurinn 2020.

Amtsbókasafnið á Akureyri

Kaup á snjalltækjum til notkunar í verkefninu Snillismiðjan.

Anna Lindberg - Kór fyrir alla

Kór fyrir alla – Markmið starfsins er gleði og hamingja.

Aron Máni Sverrisson

Afreksstyrkur – Skíði.

ÁLFkonur

Ljósmyndasýning í Lystigarðinum á Akureyri 2020.

Bifhjólasamtök Norðuramts

Hjóladagar á Akureyri í júlí 2020.

Björgunarsveitin Ægir á Grenivík

Bygging nýs aðstöðuhúsnæðis.

Dansfélagið Vefarinn

Sýning þar sem kynnt verða þjóðlög, þjóðdansar, þjóðbúningar og aðrar þjóðlegar hefðir.

Heilaheill – Félag slagþolenda, aðstandenda og fagaðila

Fyrirlestrarferðir og kynningar á HEILA-APPINU, ásamt almennri fræðslu um málefninu.

Helgi Jónsson

Heimildamyndagerð um Menntaskólann á Akureyri.

Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri

Kaup á augnbotnamyndavél.

Hollvinir Húna II

Til reksturs Húna II sem er í dag m.a. notaður til fræðslu grunnskólanema á Eyjafjarðarsvæðinu.

Hælið

Uppsetning leikritsins Meðan lífs ég er sem er heimildaleiksýning unnin út frá rýminu á Hælinu.

Innflytjendaráð á Akureyri og nágrenni

Alþjóðlegt eldhús 2020.  

Íþróttafélagið Akur

Special Olympics sport festival í Danmörku í maí 2020. 

Jónas Sigurðsson

Upplýsingaöflun um gamlar rafstöðvar í Þingeyjarsveit.

Kaffi Klara ehf.

Hljóðútgáfa sagna um gömlu símstöðina á Ólafsfirði sem gestir kaffihússins geta notið með aðstoð gamalla símtækja.

Karl Guðmundsson

Heimildamyndagerð um líf Karls sem er hreyfihamlaður og listsamvinnu hans og Rósu Kristínar Júlíusdóttur.

KFA Frjálsar

Kaup á búnaði.

KFUM og KFUK á Akureyri

Kaup á lyftu til að auðvelda aðgengi fatlaðra að félagsheimilinu Sunnuhlíð.

Kór eldri borgara á Akureyri - Í fínu formi

Kóramót vorið 2020. 

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis

Málþing um um krabbamein í konum með áherslu á BRCA 1 og BRCA 2 genastökkbreytingar.

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis

Málþing um krabbamein í körlum - Hrúturinn.

Kristín Irene Valdemarsdóttir

Fjallaskíða- og telemark keppni í Hlíðarfjalli.

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri

Uppsetning á söngleiknum Into the Woods.

Leikfélag Verkmennaskólans á Akureyri

Uppsetning á fjölskyldusýningunni Tröll.

Lúðrasveit Akureyrar

Búningakaup.

Margrét Árnadóttir

Tónleikarnir Hugarró þar sem allur ágóði rennur til Pietasamtakanna.

Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi - SUNN

Heimildasöfnun fyrir söguritun félagsins í tengslum við 50 ára afmæli þess.

Skautafélag Akureyrar Hokkídeild

Endurnýjun og viðbót við keppnisbúnað barna- og unglingastarfs.

Skátafélagið Klakkur

Undirbúningur skáta á aldrinum 14-18 ára til að takast á við 5 daga ÍSHÆK.

Skógræktarfélag Fnjóskdæla

Gerð upplýsingaskilta í Hálsskógi.

Sólveig Zophoníasdóttir

Margmiðlunarsmiðja fyrir ungt fólk - kaup á Padcaster upptökubúnaði.

Starfsendurhæfing Norðurlands

Verkefnið Gæfusporin

Starfsmannafélag Skógarlundar

Kaup á búnaði í skynörvunarherbergi í Skógarlundi.

Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir

Af hverju er ég femínisti - fræðslu­fyrirlestur um jafnrétti fyrir grunn- og framhaldsskólanema.  

Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir

Tónleikaferð ásamt Sigrúnu Mögnu Þórsteinsdóttur, verk fyrir selló og orgel.

Sundfélagið Óðinn

Aldursflokka meistaramót Íslands í sundi (AMÍ) sumarið 2020 fyrir 10-16 ára.   

Svavar Ingi Sigmundsson

Afreksstyrkur – Handbolti.  

Sönghópurinn Jódís

Tónleikarnir Á fáksspori í Léttishöllinni í apríl 2020.

Tónlistarfélag Akureyrar

Tónleikaröð vorið 2020.

UMF Smárinn

Gönguskíðanámskeið fyrir alla aldurshópa. 

Leikhópurinn Umskiptingar

Tvíleikurinn Í myrkri eru allir kettir gráir.

Ungmennafélagið Narfi í Hrísey

Félagsmiðstöð unglinga í Hrísey.

Vorhlaup VMA

Vorhlaup VMA 2020.