Hitamál
Sýningin Hitamál stendur nú yfir í sýningarrými Amtsbókasafns og Héraðsbókasafns 6. janúar-29. febrúar. Um er að ræða veggspjöld frá Norðurorku með upplýsingum um stöðu hitaveitu á Akureyri og í nágrenni. Á veggspjöldunum er einnig að finna upplýsingar um ábyrga orkunotkun og hvernig við getum öll tileinkað okkur hana. Ert þú að nota heita vatnið með ábyrgum hætti? Kynntu þér málið með því að skoða sýninguna HITAMÁL.
Getraun
Þess má geta að gestum sýningarinnar býðst að taka þátt í léttri getraun. Nú er því um að gera að lesa vel á veggspjöldin og taka þátt. Heppinn þátttakandi verður dreginn úr potti (ekki heitum potti samt) að sýningu lokinni.
Verið öll velkomin
Amtsbókasafnið hvetur fólk til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.
Opnunartími í afgreiðslu:
Alla virka daga kl. 8-12 og 13-15
Opnunartími þjónustuborðs:
Mánudag til fimmtudags kl. 8-12 og 13-16
Föstudag kl. 8-12 og 13-15:20