11. des 2019

Takmarkað afl hitaveitunnar

Það gekk þokkalega að halda hitaveitukerfinu gangandi í nótt. Staðan hefur þó smáversnað í morgunsárið. Nú er rafmagnslaust að hluta í Hörgársveit og vinnslusvæðið á Hjalteyri er keyrt á varaafli. Varaaflið er ekki eins öflugt og almennt dreifikerfi rafmagns og því náum við ekki að halda magni í birgðatönkum á Akureyri.

Það er því ekkert annað í stöðinni en að fólk og fyrirtæki dragi úr notkun á heitu vatni svo kerfin tæmist ekki en það mun valda verulegum vandræðum með lofti í kerfum og tilheyrandi. Neyðarstjórn Norðurorku hefur verið í sambandi við alla stærstu notendur hitaveitunnar og m.a. hefur sundlaugum verið lokað og þær keyrðar niður.

Allir notendur, í öllum veitum Akureyrar og nágrennis, eru beðnir um að spara heita vatnið og draga úr notkun eins og kostur er.