Í gær 29. júlí tókst endanlega að ljúka tengingu nýrrar hreinsistöðvar fráveitu við fráveitukerfið á Akureyri auk tenginga við yfirfallsútrás.
Fráveitukerfið er því komið í virkni og rennur nú fráveituvatnið um yfirfallsútrás í hreinsistöðinni við Sangerðisbót eins og var fyrir tengivinnuna. Áætlað er að hreinsistöðin verði í prufukeyrslum allan ágúst mánuð en að þeim afloknum mun hreinsuðu fráveituvatni verða dælt um nýja 400 metra lögn út í hafstrauma.
Opnunartími í afgreiðslu Rangárvöllum
Alla virka daga 8:00-15:00
Opnunartími þjónustuborðs
Mánudag - fimmtudags 8:00-16:00
Föstudag 8:00 - 15:20