Í vikunni var haldinn upplýsingafundur í Tjarnarborg í Ólafsfirði þar sem farið var yfir stöðu hitaveitumála á svæðinu en þar, líkt og víða um land, blasa við áskoranir í rekstri hitaveitu.
Á fundinn fóru fulltrúar frá Norðurorku meðal annars yfir stöðu mælavæðingar í bænum en unnið hefur verið að því að skipta hemlum út fyrir orkumæla. Orkumælar gefa tækifæri til að byggja upp verðskrár sem stuðla að skynsamlegri nýtingu á jarðhitanum ásamt gagnaöflun sem stuðlað getur að minni sóun. Orkumælavæðingin er langt komin og reiknað er með að henni ljúki á árinu. Farið var yfir þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á svæðinu og næstu skref kynnt en stefnt er að því að borun nýrrar vinnsluholu í Ólafsfirði hefjist á næsta ári. Í framhaldi af erindunum sköpuðust góðar umræður þar sem gestir gátu komið með ábendingar til Norðurorku og spurt nánar út í stöðuna og verkefnin sem framundan eru.
Norðurorka vill vera í góðu sambandi við viðskiptavini sína og því var fundurinn kærkominn til að upplýsa og taka við ábendingum.
Vinnuhlé. Borun nýrrar holu á Skeggjabrekkudal í Ólafsfirði árið 2015. Mynd: Lára Stefánsdóttir.
Fyrsta bæjarhitaveitan utan Reykjavíkur
Upphaf hitaveitu Ólafsfjarðar má rekja til ársins 1935 og er um að ræða fyrstu bæjarhitaveituna utan Reykjavíkur. Í árslok 1944 var hvert hús í kauptúninu tengt nýrri hitaveitu en þá var hitaveituframkvæmdum í Reykjavík enn ekki lokið.
Ungmennafélagið kannaði möguleika á hitaveitu
Ungmennafélagið hafði um nokkurt skeið kannað möguleika á að byggja sundlaug og beindust augu þess lengi vel að Ósbrekkulandi. Vitað var að þar hafði frá ómunatíð komið upp vatn sem konur höfðu nýtt til þvotta. Í Skeggjabrekkudal hafa verið boraðar margar holur en hola SK-16 sem boruð var árið 2015 er vinnsluhola svæðisins.
Árið 1999 var ný heitavatnslögn frá Skeggjabrekkudal tekin í notkun og gömul asbestlögn frá 1944 aflögð.
Norðurorka tók við Hitaveitu Ólafsfjarðar í ársbyrjun 2006
Opnunartími í afgreiðslu:
Alla virka daga kl. 8-12 og 13-15
Opnunartími þjónustuborðs:
Mánudag til fimmtudags kl. 8-12 og 13-16
Föstudag kl. 8-12 og 13-15:20