16. apr 2021

Útboð - Dælustöð, undirstöður og lokahús

Norðurorka óskar eftir tilboði í að byggja 295 m² dælustöð, undirstöður fyrir 133 m² loftskilju ásamt 48 m² lokahúsi við Arnarholt á Hjalteyri við Eyjafjörð. Verktími er frá maí 2021 til 15. nóvember 2021.

Ósk um afhendingu rafrænna útboðsgagna skal senda á netfangið avh@avh.is og verða þau afhent frá og með 20. apríl 2021.

Tilboð skulu berast rafrænt á netfangið haraldur.josefsson@no.is fyrir kl. 13.00 þriðjudaginn 11. maí 2021 og verða þau opnuð á fjarfundi kl. 13.30 sama dag.