11. jan 2019

Úthlutun samfélagsstyrkja Norðurorku 2019

Fimmtudaginn 10. janúar úthlutaði Norðurorka styrkjum til samfélagsverkefna og fór athöfnin fram í Háskólanum á Akureyri. Staðsetningin er vel við hæfi þar sem Norðurorka er bakhjarl Vísindaskóla unga fólksins sem rekinn hefur verið í Háskólanum undanfarin ár.

Í október 2018 auglýsti Norðurorka hf. eftir umsóknum um styrki til samfélagsverkefna og rann umsóknarfrestur út um miðjan nóvember. Fram kom að veittir væru styrkir til menningar- og lista, íþrótta- og æskulýðsstarfs og góðgerðarmála. Markmið með styrkjum Norðurorku hf. er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.

Alls bárust 88 umsóknir.  Flestar umsóknir bárust frá aðilum á starfssvæði Norðurorku sem nær frá Fjallabyggð til Þingeyjarsveitar en einnig komu nokkrar umsóknir annarsstaðar frá. Verkefnin voru fjölbreytt og greinilega mikil gróska í samfélaginu á fjölmörgum sviðum en að þessu sinni hlutu 42 verkefni styrk og nam heildarfjárhæð styrkja sjö milljónum króna.

Hér að neðan má sjá mynd sem Auðunn Níelsson tók af styrkþegum eða fulltrúum þeirra að lokinni úthlutun (Ath. að hægt er að stækka myndina með því að smella á hana). Einnig má sjá lista yfir þau verkefni eða þá aðila sem hlutu samfélagsstyrk Norðurorku árið 2019. 

 

Styrkþegi

Verkefni

Aðalheiður S. Eysteinsd.

Sýningar í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Aflið – Samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi

Hópastarf með karlmönnum.

Aflraunafélag Akureyrar

Auka áhuga og gera aflraunir sýnilegri á Akureyri og nágrenni.

AkureyrarAkademían

Fræðandi fyrirlestrar á öldrunarheimilum.

Amtsbókasafnið á Akureyri

Menningardagskrá í tilefni af 100 ára útgáfuafmæli fyrstu ljóðabókar Davíðs Stefánssonar Svartar fjaðrir.

Bílaklúbbur Akureyrar

Námskeið fyrir börn og unglinga.

Björgunarsveitin Ægir Grenivík

Reisa nýtt aðstöðuhúsnæði.

Brynhildur Bjarnadóttir

Bókaútgáfa. 

Dóróthea Jónsdóttir

Bókaútgáfa.

Eden Ísland samtökin

Námskeiðið „Growth - þroski - Að takast á við breytingar“ sem ætlað er öldruðum.

Eymundur L.Eymundsson

Geðfræðsla um félagsfælni.

Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð

Efling starfs harmonikuleikara með áherslu á þá tónlistar- og menningarhefð sem hefur ríkt í kringum harmonikuna.

Guðmundur Elías Hákonarson

Uppbygging aðstöðu í grenndarskógi Giljaskóla.

Helena Ósk Hilmarsdóttir

Heimsleikar Special Olympics 2019 í Abu Dhabi.

Hestamannafélagið Léttir

Afrekshópur fyrir unglinga og ungmenni í hestaíþróttum.

Hjartavernd Norðurlands

GO RED dagurinn - Alþjóðlegur hjartaverndardagur kvenna.

Hollvinasamtök SAk

Félagið er að fjármagna kaup á þvagskurðarlækningatæki auk berkjuspeglunartækis fyrir bráðadeild.

Hólmfríður Pétursdóttir

Útibókasafn í tilefni þess að á árinu eru 10 ár liðin frá því að Dagur læsis var fyrst haldinn hátíðlegur á Íslandi.

Jón Aðalsteinn Brynjólfsson

First lego leauge - vélmennakeppni sem haldin er árlega meðal grunnskólabarna.

Jón Haukur Unnarsson

Tónlistarhátíðin „Opinn dagur í Gúlaginu“.

Karatefélag Akureyrar

Ferðastyrkur fyrir þrjú ungmenni sem valin hafa verið í unglingalandsliðið í Karate.

Katrín Harðardóttir f.h. nemenda í Frumkvöðlafræði í VMA

Landskeppni ungra frumkvöðla vorið 2019.

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis

Málþing í tengslum við Mottumars.  

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis

Fimm fræðslufyrirlestrar á vorönn.

Körfuknattleiksdeild Þórs - Unglingaráð

Menntun yfirþjálfara.

Laut - Athvarf fyrir geðfatlaða

Kaup á ýmsum tölvubúnaði sem þörf er á inn í reksturinn, m.a. v/fræðslu.

Lionsklúbburinn Ösp

Klúbburinn er að styrkja kaup Krabbameinsfélagsins á brjóstaspólu í segulómun. 

Rannveig Oddsdóttir

„Orðaleikur“ er rafrænt námsefni fyrir börn og fjölskyldur af erlendum uppruna sem eru að læra íslensku sem annað mál.

Rauði krossinn við Eyjafjörð

Ungfrú Ragnheiður

Safnasafnið á Svalbarðsströnd

Umfjöllun um málverk og teikningar eftir Sigurð Einarsson.

Samhygð, samtök um sorg og sorgarviðbrögð

Stuðnings- og sorgarhópastarf fyrir fólk sem hefur upplifað sáran missi.

Sonja Magnúsdóttir

Bókaútgáfa

Sólveig Zophoníasdóttir

Róbótarallý

Sögufélag Eyfirðinga

Útgáfa ábúendatals fyrir gömlu hreppana þrjá framan Akureyrar.

Team Rynkeby

Góðgerðaverkefni sem gengur út á að safna fjármunum sem renna að fullu til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.

Töfrahurð - Þórarinn Eldjárn & Elín Gunnlaugsdóttir

„Björt í sumarhúsi“ eru sýningar fyrir 4-9 ára börn sem fara fram á skólatíma.

Ungmennafélag Akureyrar (UFA)

Endurnýjun og fjölgun á áhöldum sem notuð eru til æfinga.

UMF Samherjar

Sundþjálfun fyrir börn á aldrinum 6-10 ára.

Unnur María Máney Bergsveinsdóttir - Húlladúllan

"Fjölskyldusirkussmiðjur í Eyþingi 2019".

Útgerðarminjasafnið á Grenivík

Viðgerð á bátnum Hermanni sem er að verða 100 ára.

Þjóðháttafélagið Handraðinn

Styrkur til að sauma 5 þjóðbúninga.

Þorgeir Jónsson f.h. Hollvinahóps Holts hús Öldu í Hrísey

Skiltagerð.