12. feb 2024

Varaaflsvél á Suðurnesin

Allar hendur upp á dekk.
Allar hendur upp á dekk.

Einstakir atburðir hafa átt sér stað á Reykjanesi undanfarna daga. Starfsfólk HS Orku og HS Veitna hefur unnið þrotlaust að því að koma heitu vatni á allt svæðið eftir að skemmdir urðu á Njarðvíkuræð og síðar á hjáveitulögn í kjölfar eldgossins þann 8. febrúar. Rúmlega hundrað manns hafa unnið dag og nótt við að setja saman nýja heitavatnslögn fyrir Suðurnes við Svartsengi.

Norðurorka, líkt og fjölmörg önnur fyrirtæki og verktakar, lagði framkvæmdinni lið og sendi varaflsvél á Suðurnesin um helgina.

Nú er viðgerð lokið á hitaveituæðinni frá Svartsengi og heitt vatn aftur að komast á í bæjarfélögunum á Suðurnesjum. Sjá nánari upplýsingar hér