Norðurorka vekur athygli á svikapósti með fyrirsögninni Val á raforkusala, þar sem tilkynnt er um ógreiddan rafmagnsreikning. Í framhaldinu er viðtakanda boðið að smella á greiðslusíðu og slá inn kóða sem fylgir póstinum til að ganga frá greiðslu.
Svikapóstinn má m.a. þekkja á því að hann ber ekki merki neins raforkusala. Auk þess sem söluaðilaskipti snúast einungis um að velja raforkusala, þau tengjast ekki greiðslu reikninga eða skuldastöðu.
Ef þú fékkst grunsamlegan tölvupóst:
Viðskiptavinir geta séð stöðu reikninga sinna á mínum síðum og hvort þeir séu ógreiddir. Norðurorka lokar einungis fyrir rafmagnið þegar margar viðvaranir hafa verið sendar um ógreidda reikninga.
Hvað átt þú að gera ef þú lendir í svikum?
Ef þú smelltir á hlekk og slóst inn kóða, gafst upp kortanúmer, aðrar bankaupplýsingar eða leyfðir innskráningu með rafrænum skilríkjum þá skaltu gera þetta strax:
Svikapósturinn gæti litið svona út:

Rétt er að minna á að Fallorka mun hætta sölu raforku um áramótin. Mikilvægt er að viðskiptavinir Fallorku finni sér nýjan raforkusala fyrir 10. desember.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15