2. jan 2020

Breytingar á verðskrám Norðurorku þann 1. janúar 2020

Miklar innviðaframkvæmdir eru í gangi eða framundan í flestum veitum Norðurorku á næstu árum og á það bæði við um nýframkvæmdir og viðhald. Eitt af stærstu verkefnunum félagsins þessi misserin er að auka orkumátt hitaveitunnar með lagningu nýrrar hitaveitulagnar frá Hjalteyri en auk þess má nefna byggingu hreinsistöðvar fyrir fráveitu sem tekin verður í notkun á árinu 2020. 

Eftir skoðun og greiningu á rekstrar­­­kostnaði, að teknu tilliti til fjárfestingaáætlana og eftir að hafa horft til samkomulags á vinnumarkaði þ.e. svokallaðs "Lífskjarasamnings" varð niðurstaða stjórnar Norðurorku að hækka verð­skrár veitna um 2,5% frá og með 1. janúar 2020. 

Hitaveita:
Rúmmetraverð er 123,56 kr. í öllum veitum nema á Ólafsfirði kr. 75,62 (lægra hitastig á vatni) og í Reykjaveitu en þar er innheimt orkugjald miðað við hitastig bakrásar. Við bætist umhverfis- og auðlindagjald 2% og virðis­aukaskattur 11%. Algengasta rúmmetraverð með sköttum og gjöldum er því kr. 139,89.

Rafveita:
Almennt verð dreifingar er 3,91 kr. á kWst., flutningsgjald Landsnets kr. 1,85 á kWst. og  jöfnunargjald í ríkissjóð er kr. 0,30 á kWst. eða samtals kr. 6,06 á kWst. Við bætist virðisaukaskattur 24% á almenna raforkudreifingu og 11% á hitataxta. 

Vatnsveita:
Vatnsgjald er kr. 141,3 á hvern fermetra húsnæðis auk fastagjalds sem er kr. 9.420,- á matseiningu íbúðarhúsnæðis og kr. 18.841,- á matseiningu atvinnuhúsnæðis. Vatnsgjöld eru innheimt samhliða fasteignagjöldum. Ekki er greiddur virðisaukaskattur af vatnsgjöldum.

Fráveita:  
Fastagjald á hverja matseiningu íbúðarhúsnæðis er kr. 9.736,- og kr. 230,04 á hvern m². Árlegt fráveitugjald á annað húsnæði en íbúðarhúsnæði er kr. 9.736,- á matseiningu og kr. 230,04 á hvern m². Fráveitugjöld eru innheimt samhliða fasteignagjöldum.  Ekki er greiddur virðisaukaskattur af fráveitugjöldum.

Athugið að verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur. 

 

Sjá allar verðskrár Norðurorku hér.