13. mar 2020

Viðbrögð Norðurorku vegna COVID-19

Undanfarnar vikur hefur neyðarstjórn Norðurorku fundað reglulega vegna COVID-19.

Norðurorka rekur mikilvæga innviði sem samfélagið reiðir sig á alla daga ársins og því hefur verið gripið til fjölda ráðstafana síðustu daga til að draga úr líkum á að COVID-19 komi til með að hafa mikil áhrif á starfsfólk okkar og rekstur fyrirtækisins.

Meðal aðgerða sem gripið hefur verið til er að skipta starfsfólki upp í hópa sem vinna ýmist frá öðrum starfsstöðvum fyrirtækisins eða vinna heima auk þess sem fólki hefur verið skipt í hópa í matsali þannig að færri hittast en áður. Þá hefur einnig verið gripið til annarra almennra ráðstafana s.s. varðandi auka þrif og sótthreinsun helstu snertiflata.

Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta reglubundnum mælaskiptum, þ.e. heimsóknum á heimili þrátt fyrir að vera í nokkurrri tímapressu með útskipti mæla. Að sjálfsögðu verður áfram brugðist hratt og vel við þeim ábendingum frá viðskiptavinum sem eru aðkallandi.

Við viljum vera í góðum sambandi við okkar viðskiptavini en óskum þó hér með eftir því að þeir reyni eftir bestu getu að draga úr heimsóknum í þjónustuver og sendi frekar rafræn skilaboð á no@no.is eða hringi í síma 460-1300.