16. sep 2020

Viðskiptavinir geta sjálfir skilað inn álestri - rafrænt

Nú er komið að árlegum mælaálestri. Norðurorka hefur innleitt nýja lausn og hvetur nú viðskiptavini til að skila inn rafrænum álestri í gegnum „Mínar síður“. Undanfarin ár hafa álesarar bankað uppá hjá viðskiptavinum og lesið af mælum en þessi nýi möguleiki gerir okkur kleift að takmarka heimsóknir inn á heimili viðskiptavina. Viðskiptavinir eru því hvattir til að nýta sér þessa nýju þjónustu.

Ferlið er bæði einfalt og fljótlegt og hægt er að senda skráningu í gegnum tölvu eða snjallsíma og hér að neðan má sjá leiðbeiningar fyrir hvorutveggja.

 

Senda inn álestur í gegnum snjallsíma

Farðu inn á heimasíðu okkar www.no.is

Skráðu þig inn á „Mínar síður“ með rafrænum skilríkjum (ath. að slá þarf inn kennitölu greiðanda)

Smelltu á „Notkun og álestrar". Þá opnast eftirfarandi gluggi.

ATH að aðeins er hægt að skila inn mælaálestri fyrir þá mæla sem eru með merki Norðurorku fyrir framan mælisnúmer á "Mínum síðum". Aðrir mælar eru fjarlesnir.

  Veldu þann mæli sem verið er að lesa af með því að smella á "Skrá". Þá opnast eftirfarandi gluggi. 

 

Skráðu dagsetningu og stöðu mælis 

Gott er að hlaða einnig upp mynd sem sýnir mælisnúmer og stöðu mælis. Veljið "Hlaða upp mynd" eða "Taka mynd" 

Ef um uppgjörs álestur (árlegan álestur) er að ræða þá á ekki að haka í neðsta kassann. Eftirlitsálestur leiðir ekki til uppgjörs og hentar einungis þeim sem vilja fylgjast vel með notkun sinni og skrá inn álestra reglulega. 

Smelltu á "Vista" og þar með hefur álestur verið sendur.

 

Senda inn álestur í gegnum tölvu

Farðu inn á heimasíðu okkar www.no.is

Skráðu þig inn á „Mínar síður“ með rafrænum skilríkjum (ath. að slá þarf inn kennitölu greiðanda)

Smelltu á „Notkun og álestrar". Þá opnast eftirfarandi gluggi

ATH að aðeins er hægt að skila inn mælaálestri fyrir þá mæla sem eru með merki Norðurorku fyrir framan mælisnúmer á "Mínum síðum". Aðrir mælar eru fjarlesnir.

  Veldu þann mæli sem verið er að lesa af með því að smella á "Skrá". Þá opnast eftirfarandi gluggi. 

• Skráðu dagsetningu og stöðu mælis 

• Gott er að hlaða einnig upp mynd sem sýnir mælisnúmer og stöðu mælis. 

 Smelltu á "Vista" og þar með hefur álestur verið sendur.

 

Fyrir þá sem heldur kjósa að skila tölunum símleiðis þá má hafa samband við þjónustuver okkar í síma 460-1300.