29. jan 2018

Vinna við dreifistöð í Suðurbyggð

Rafvirkjar að störfum
Rafvirkjar að störfum

Þessa dagana er verið að vinna í viðhaldi og endurnýjun lagna, götukassa og búnaðar í dreifistöð 043 Suðurbyggð 4. Grafa þarf á baklóð þar sem er leiksvæði til að endurnýja stofnstreng og heimæðar í hús. Búið er að endurnýja og breyta götukössum en gæti þurft að vinna við fleiri.

Í dreifistöðinni sjálfri verður skipt um háspennufelt og lágspennutöflu auk þess sem stöðin verður máluð og lagfærð að innan.

Dreifikerfinu í Jörvabyggð verður spennubreytt  úr 230 í 400V þar sem það er framkvæmanlegt vegna þess að allar götulagnir þar eru hæfar til þess.

Þessar aðgerðir eru liður í 10 ára skoðun og eftirliti dreifistöðva og dreifikerfis rafveitu sem  stöðugt er í gangi hjá Norðurorku.

Íbúar á svæðinu eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar aðgerðir hafa í för með sér.