21. ágú 2019

Vinnsla á heitu vatni á Hjalteyri stöðvuð í dag vegna tengivinnu

Í dag, miðvikudaginn 21. ágúst, var vinnsla á heitu vatni á Hjalteyri stöðvuð vegna tengivinnu. Um var að ræða stóran áfanga í lagningu nýrrar Hjalteyrarlagnar en sjá má eldri fréttir um lagningu nýrrar Hjalteyrarlagnar hér á síðunni.

Áfanginn sem nú er í gangi er nýlögn sem nær á milli dælustöðvar á Hjalteyri og Óss eða samtals um 6,5 km.  Nýja lögnin, sem er DN 500 mm, var í dag tengd inn á núverandi lögn bæði nyrst og syðst í þessum áfanga sem gerir það að verkum að hægt er að nota nýju lögnina í vetur. Þannig mun þrýstifall í lögninni minnka og þ.a.l. verður unnt að flytja u.þ.b. 20 ltr/sek meira í bæinn heldur en hefur verið mögulegt. Búið var að forsmíða tengistykkin sem notuð voru í verkið en sjá má teikningu af tengingunum neðst í fréttinni. 

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem Auðunn Níelsson tók af verkstað í dag.