Fréttir & tilkynningar

Búið er að hleypa vatni á í Síðuhverfi

Búið er að hleypa heita vatninu á í Síðuhverfi. Viðskiptavinir eru vinsamlegast beðnir að huga að öryggislokanum í hitaveitugrindinni.

Stækka þurfti lokunarsvæði í Síðuhverfi

Nauðsynlegt reyndist að stækka lokunarsvæðið í Síðuhverfi vegna viðgerðar á brunni á mótum Vestursíðu og Bugðusíðu.

Ársfundur Norðurorku hf. 2014

Ársfundur Norðurorku hf. verður haldinn föstudaginn 11. apríl nk. kl. 15:00 í Menningarhúsinu Hofi.

Lokað verður fyrir heitt vatn í hluta Síðuhverfis á morgun fimmtudag 3. apríl

Vegna lokaviðgerðar í brunni á mótum Vestursíðu og Bugðusíðu þarf að taka heita vatnið af á stóru svæði í fyrramálið 3. apríl frá kl.8:00 og fram eftir degi

Vatni hefur verið hleypt á í Síðuhverfi

Viðgerð á bilun í brunni við Bugðusíðu er lokið og búið að hleypa vatni á dreifikerfið.

Viðgerð á hitaveitulögn við Bugðusíðu gengur vel

Vinna við viðgerð á hitaveitulögn við Bugðusíðu gengur vel. Vonast er til að hægt verði að hleypa vatni á kerfið á bilinu 21:30 til 22:00.

Bilun í brunni á mótum Vestursíðu og Bugðusíðu, taka þarf heita vatnið af á stóru svæði.

Vegna bilunar í brunni á mótum Vestursíðu og Bugðusíðu þarf að taka heita vatnið af á stóru svæði. Óvíst er hvers eðlis bilunin er og því ekki hægt að segja til um hversu lengi vatnslaust verður.

Bilun í brunni á mótum Vestursíðu og Bugðusíðu, taka þarf heita vatnið af á stóru svæði.

Vegna bilunar í brunni á mótum Vestursíðu og Bugðusíðu þarf að taka heita vatnið af á stóru svæði. Óvíst er hvers eðlis bilunin er og því ekki hægt að segja til um hversu lengi vatnslaust verður.

Kalda vatnið komið á í Hlíðunum

Búið er að gera við bilun í Hlíðunum og vatni hefur verið hleypt á kerfið.

Lokað fyrir kalda vatnið

Lokað var fyrir kalda vatnið í hluta Skarðshlíðar og hluta Höfðahlíðar í dag vegna viðgerða. Eftir að lokun var framkvæmd kom í ljós að stærra svæði fór út en ætlað var.