Dagana 13.-18. maí munu starfsmenn frá umhverfisverkfræðistofunni ReSource International gera lekaleit á hitaveitu fyrir hönd Norðurorku.
Að þessu sinni yfir Eikar- og Daggarlundi á Akureyri, í Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshverfi, Kristnes og austan frá Kaupangi fram að Stóra Hamri) og á Svalbarðseyri.
Líkt og í haust verður lekaleitin gerð með drónum þar sem teknar verða hitamyndir úr +50 m hæð vegna mögulegra leka á hitaveitulögnum sem og til að varpa ljósi á mögulegar viðhaldsþarfir. Myndirnar eru teknar með hitamyndavél og úr þónokkurri hæð svo ekki er hægt að greina neina persónugreinanlega hluti á þeim. Með lekaleitinni er verið að koma í veg fyrir töp í kerfinu og þar með verið að nýta hvern dropa betur.
ReSource International mun leitast eftir því að framkvæma verkið með öryggi og hag íbúa að leiðarljósi og þakkar fyrirfram sýndan skilning og þolinmæði.
Opnunartími í afgreiðslu:
Alla virka daga kl. 8-12 og 13-15
Opnunartími þjónustuborðs:
Mánudag til fimmtudags kl. 8-12 og 13-16
Föstudag kl. 8-12 og 13-15:20