28. okt 2019

Styrkir til samfélagsverkefna - Auglýst eftir umsóknum

Nú hefur verið auglýst eftir umsóknum um styrki til samfélagsverkefna vegna ársins 2020.  

Umsóknarfrestur er til og með 19. nóvember 2019 og er gert ráð fyrir að styrkjum verði úthlutað fyrir miðjan janúar 2020.  

Styrkir eru fyrst og fremst veittir til starfsemi á starfssvæði Norðurorku hf. en einnig hafa verið veittir styrkir til verkefna sem taka til landsins alls.

Umsóknareyðublað vegna styrkja skal fylla út og senda:

(1) Með pósti á Norðurorka hf., Rangárvöllum 2, 603 Akureyri eða

(2) sem fylgiskjal með tölvupósti á netfangið no@no.is

Fylgiskjöl með umsókninni má senda hvort heldur sem er í tölvutæku formi með tölvupóstinum eða með póstlagðri umsókn.

Öllum umsóknum verður svarað.

Hér má nálgast umsóknareyðublað á PDF formi

Hér má nálgast umsóknareyðublað á Word formi