Vatn er án efa ein verðmætasta auðlind jarðar. Eitt af stóru verkefnum Norðurorku er að tryggja nægilegt magn af hreinu og góðu neysluvatni til einstaklinga og fyrirtækja á veitusvæðinu. Þess vegna er mikilvægt að ganga vel um vatnsverndarsvæðin og láta strax vita ef grunur leikur á mengun.
Hvað telst sem mengun á vatnsverndarsvæðum?
Ýmislegt getur valdið mengun t.d. rusl, olía, skólp eða önnur efni sem komast í gegnum jarðlögin og í vatnið sem rennur neðanjarðar. Því betur sem við göngum um vatnsverndarsvæðin og erum meðvituð um mikilvægi þess að láta strax vita vakni grunur um mengun, því betur getum við tryggt hreint vatn fyrir alla framtíð.
Hver eru vatnsverndarsvæði Norðurorku?
Þess má geta að þjóðvegur 1 liggur í gegnum grannsvæði vatnsverndarsvæðisins að Vöglum, rétt ofan brunnsvæðis, með tilheyrandi ógn fyrir vatnsverndina á svæðinu. Verði mengunarslys innan vatnsverndarsvæðis er lykilatriði að tilkynna það strax. Hafa ber í huga að að jafnvel það sem kann að virðast minniháttar óhapp getur gert vatnstökusvæði óstarfhæft til lengri tíma.
Hvert skal tilkynna óhöpp/mengun á vatnsverndarsvæði?
Óhöpp eða mengun á vatnsverndarsvæði skal tilkynna strax til Norðurorku svo hægt sé að bregðast við samstundis.
Frekari fróðleikur um kalda vatnið:
Opnunartími í afgreiðslu:
Alla virka daga kl. 8-12 og 13-15
Opnunartími þjónustuborðs:
Mánudag til fimmtudags kl. 8-12 og 13-16
Föstudag kl. 8-12 og 13-15:20