29. sep 2020

Viðskiptavinir hvattir til að nýta frekar rafræna ferla v/COVID-19

Við erum framlínufólk... og gerum okkar til að halda samfélaginu gangandi
Við erum framlínufólk... og gerum okkar til að halda samfélaginu gangandi

Norðurorka rekur mikilvæga innviði sem samfélagið reiðir sig á alla daga ársins og við viljum að sjálfsögðu vera í góðum sambandi við okkar viðskiptavini.

Til að lágmarka líkur á því að COVID-19 faraldurinn hafi áhrif á starfsfólk okkar og þar með rekstur fyrirtækisins óskum við eftir því að viðskiptavinir lágmarki komur sínar í þjónustuver eins og kostur er og nýti frekar aðrar leiðir fyrir erindi sín.

- Hér á heimasíðu okkar, www.no.is, má finna ýmsar upplýsingar t.d. leiðbeiningar um mælaálestur og Mínar síður.

- Netfangið okkar er no@no.is. Þangað má senda inn fyrirspurnir sem við leggjum metnað í að svara fljótt og vel.

- Símanúmerið okkar í þjónustuveri er 460-1300.

Við vonumst til þess að viðskiptavinir sýni þessari beiðni skilning og hjálpi okkur þannig við að tryggja samfelldan og öruggan rekstur þrátt fyrir þriðju bylgju COVID-19 faraldursins.