Norðurorka hefur frá árinu 2007 rekið hitaveitu í Fnjóskadal og Grýtubakkahreppi, Reykjaveitu. Nýlega var sett upp ný og stærri dæla á vinnslusvæðinu á Reykjum.
Neyðarstjórn Norðurorku var virkjuð fyrr í dag en í viðbragðsáætlun hitaveitu kemur fram að það skuli gert þegar staðan í heitavatnstönkum nálgast öryggismörk.