Fréttir & tilkynningar

Sorpkvarnir ekki heppilegar fyrir fráveitukerfið

Fráveitukerfin á Íslandi eru ekki hönnuð til að taka við miklu magni af matarleifum. Ekki nóg með að þær fari illa með lagnir vegna breytts sýrustigs, heldur auka þær einnig álag á dælu- og hreinsistöðvar með tilheyrandi aukningu í viðhaldi og kostnaði.

Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna í heimsókn

Þann 25. júlí komu nemendur í Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna í árlega heimsókn. Starfsmenn Norðurorku, Hrönn Brynjarsdóttir gæða- og öryggisstjóri og Pétur Freyr Jónsson yfirvélafræðingur, fóru með hópinn í leiðsögn um helstu vinnslusvæði hitaveitu á svæðinu, Laugaland og Hjalteyri.

Eitt af stóru viðhaldsverkefnum Norðurorku

Í hitaveitukerfi Norðurorku er töluverður fjöldi af gömlum hitaveitubrunnum, en eitt af stóru viðhaldsverkefnum fyrirtækisins er að fjarlægja þessa brunna úr kerfinu og bæta þannig afhendingaröryggi, vinnuaðstæður og öryggi starfsfólks. 

Verðskrárbreytingar 1. ágúst næstkomandi

Þann 1. ágúst verður gerð breyting á verðskrám Norðurorku en þá munu verðskrár allra veitna hækka um 4,9%. Miklar framkvæmdir eru yfirstandandi og framundan í öllum veitum fyrirtækisins og ljóst er að verðskráin mun áfram litast af þeim.

Staðan á metan á Akureyri

Norðurorka hóf framleiðslu metangass úr gömlu ruslahaugunum á Glerárdal fyrir ofan Akureyri í ágústlok árið 2014. Mikil ávinningur er falinn í föngun hauggass sem og framleiðslu metangass fyrir samfélagið allt og ekki síður fyrir umhverfið.