Fréttir & tilkynningar

Verðskrárbreytingar 1. ágúst næstkomandi

Þann 1. ágúst verður gerð breyting á verðskrám Norðurorku en þá munu verðskrár allra veitna hækka um 4,9%. Miklar framkvæmdir eru yfirstandandi og framundan í öllum veitum fyrirtækisins og ljóst er að verðskráin mun áfram litast af þeim.

Staðan á metan á Akureyri

Norðurorka hóf framleiðslu metangass úr gömlu ruslahaugunum á Glerárdal fyrir ofan Akureyri í ágústlok árið 2014. Mikil ávinningur er falinn í föngun hauggass sem og framleiðslu metangass fyrir samfélagið allt og ekki síður fyrir umhverfið.