Fréttir & tilkynningar

Spennubreyting á Eyrinni

Eins og áður hefur komið fram, í frétt hér á heimasíðunni, hefur undanfarnar vikur verið unnið að undirbúning fyrir spennubreytingar á Eyrinni.

Endurnýjun rafmagnsheimtauga á Eyrinni

Sumrin eru háannatími í framkvæmdum hjá Norðurorku líkt og víða annarsstaðar. Eflaust hafa margir bæjarbúar orðið varir við framkvæmdir við dreifikerfi rafmagns á Eyrinni undanfarin misseri. Þar hefur Norðurorka m.a. unnið að endurnýjun rafmagnsheimtauga í um það bil þrjátíu hús, að hluta eða öllu leyti, ásamt því að endurnýja aðra hluta dreifikerfisins.

Hitaveitubrunnur fjarlægður - Hvannavellir

Í dag hefur verið unnið að því að fjarlægja hitaveitubrunn sem staðsettur er á Hvannavöllum. Vegna þessa hefur hluti Glerárgötu, Furuvalla, Hvannavalla og Tryggvabrautar verið heitavatnslaus frá því snemma í morgun.

Varðandi val á raforkusala og lokunarviðvaranir

Í framhaldi af fréttaflutningi um val á raforkusala er rétt að ítreka að lokunarviðvaranir gilda eingöngu um nýja notendur á raforkumarkaði sem ekki hafa valið sér raforkusala. Nýjir notendur eru þeir sem eru að koma inn á markað í fyrsta sinn eða hafa ekki verið í viðskiptum 90 daga fyrir upphaf viðskipta. 


Metansala og metangæði

Síðustu átta árin hefur Norðurorka framleitt metangas úr gömlu ruslahaugunum á Glerárdal fyrir ofan Akureyri. Það er mikill ávinningur falinn í föngun hauggass, og framleiðslu metangass úr því, fyrir samfélagið allt og ekki síður umhverfið.

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Norðurorka hf. óskar eftir að ráða aðalbókara. Umsóknafrestur er til 6. júní 2022.

Hreinsunarátak starfsfólks Norðurorku

Á fimmtudaginn kom hópur starfsfólks Norðurorku, auk maka, barna og barnabarna, saman eftir vinnu og tók til hendinni. Segja má að hreinsunarátakið sé orðinn fastur liður á vorin en þetta er í fimmta sinn sem starfsfólk Norðurorku leggur sitt að mörkum í umhverfismálum með þessum hætti.

Dælustöðvar fráveitu á yfirfall - 17. maí kl. 8.00

Vegna vinnu í hreinsistöð við Sandgerðisbót verða dælustöðvar fráveitu á yfirfalli, frá kl. 8.00 og fram eftir degi, þriðjudaginn 17. maí.

Við leitum að öflugum sérfræðingi stjórnkerfa

Norðurorka hf. óskar eftir að ráða öflugan sérfræðing stjórnkerfa. Umsóknafrestur er til 30. maí 2022. Fyrir frekari upplýsingar og/eða til sækja um starfið má smella hér.