Fréttir & tilkynningar

Snjóstangir á götuskápum - Mikilvægt öryggisatriði

Götuskápar á Akureyri eru yfir þúsund talsins og á þeim eru snjóstangir sem sýna staðsetningu í miklum snjó, m.a. til viðvörunar fyrir snjóruðningstæki.

Styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna 2021

Í dag, miðvikudaginn 24. febrúar, úthlutaði Norðurorka styrkjum til samfélagsverkefna og fór athöfnin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Staðsetningin er vel við hæfi þar sem Norðurorka er bakhjarl Menningarfélagsins og leggur í samstarfssamningnum áherslu á að styðja sérstaklega við þá viðburði sem standa bæjarbúum endurgjaldslaust til boða og/eða snúa að þjónustu við börn og ungmenni.

Starf í framkvæmdaþjónustu

Norðurorka hf. óskar eftir að ráða verkamann í framkvæmdaþjónustu. Starfið heyrir undir verkstjóra framkvæmdaþjónustu. Umsóknarfrestur til 5. mars 2021.

Öskudagur 2021 í Norðurorku

Norðurorka verður opin fyrir syngjandi öskudagslið á öskudaginn... Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Ert þú að flytja?

Við flutninga er mikilvægt að skila inn álestri af orku- og veitumælum til að tryggja að rétt uppgjör geti farið fram. Skráður notandi veitu er ábyrgur fyrir notkun, og þar með reikningum, þar til búið er að skila inn flutningstilkynningu. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Tímabundið starf á Teiknistofu

Norðurorka hf. óskar eftir að ráða starfsmann á teiknistofuna til eins árs. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Truflanir í hitaveitu í Hrísey. Uppfært - viðgerð lokið

Vegna bilunar í lokabúnaði við borholu hitaveitu í Hrísey getur verið loft í hitaveituvatninu sem valdið getur truflun í ofnakerfum notenda. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Dagur rafmagnsins 23. janúar

Dagur rafmagnsins er haldinn hátíðlegur víða á Norðurlöndum ár hvert og er tilgangur hans að minna á þau gæði sem aðgangur að rafmagni er.  Það er erfitt að ímynda sér daglegt líf án rafmagns. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Lokað eftir hádegi á föstudag

Lokað verður frá kl. 12.45 föstudaginn 22. janúar vegna námskeiðs starfsfólks.

Fræðsluvikur Norðurorku

Dagana 11.-22. janúar standa yfir fræðsluvikur Norðurorku. Þetta er þriðja árið sem þær eru haldnar með þessu sniði, þ.e. að teknar eru frá tvær vikur á ári, utan háanna framkvæmdatíma, þar sem skipulagður eru fjöldi námskeiða og fyrirlestra fyrir starfsfólk. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.