Fréttir & tilkynningar

Útboð Holtahverfi norður - Gatnagerð og lagnir

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar (UMSA), fyrir hönd Akureyrarbæjar, Norðurorku, Mílu og Tengis, óskar eftir tilboðum í jarðvegsskipti og lagningu fráveitulagna, hitaveitulagna, vatnslagna, rafstrengja, fjarskiptalagna og ídráttarröra í götur og stíga í Holtahverfi á Akureyri.

Hitaveitubrunnur fjarlægður úr kerfi Norðurorku

Í hitaveitukerfi Norðurorku er töluverður fjöldi af hitaveitubrunnum en eitt af viðhaldsverkefnum fyrirtækisins er að fjarlægja þessa brunna úr kerfinu og bæta þannig afhendingaröryggi veitunnar, öryggi starfsfólks og vinnuaðstæður.


Starf rafvirkja á framkvæmdasviði

Norðurorka hf. óskar eftir að ráða rafvirkja á framkvæmdasvið. Starfið heyrir undir verkstjóra rafmagnsþjónustu...

Útboð - Göngustígur og lagnir Svalbarðsströnd

Norðurorka og Svalbarðsstrandarhreppur óska eftir tilboðum í verkið: Göngustígur og lagnir, Svalbarðsströnd. Verkið felst í lagningu göngu- og hjólastígs ásamt lögnum fyrir heitt og kalt vatn um Vaðlareit Svalbarðsströnd, frá Skógarböðum að Vaðlaheiðargöngum...

Óhapp í metanframleiðslu

Í gærkvöldi þann sjötta ágúst átti sér stað óhapp í metanframleiðslunni.

Hefur þú kynnt þér Kortasjá Norðurorku?

Segja má að starfsemi Norðurorku sé að miklu leyti falin. Veitulagnir raf-, hita-, vatns og fráveitu eru grafnar í jörðu og sjást ekki á yfirborði og þess vegna er afar mikilvægt fyrir okkur að hafa öflugan gagnagrunn með upplýsingum um staðsetningu lagna.

Fráveita Akureyringa og sýnatökur

Norðurorka gerir gerlamælingar fjórum sinnum á ári á 16 stöðum meðfram ströndinni frá Krossanesi og inn að Leirubrú auk þess sem Heilbrigðiseftirlitið tekur sýni reglulega.

Framleiðsla metans úr gömlum ruslahaugum og vandkvæði því fólgin

Síðustu 7 árin hefur Norðurorka framleitt metangas úr gömlu ruslahaugunum á Glerárdal fyrir ofan Akureyri. Það er mikill ávinningur falinn í föngun hauggass, og framleiðslu metangass úr því, fyrir samfélagið allt og ekki síður umhverfið.

Miklar leysingar áraun á kerfi Norðurorku

Eftir kalt vor er óhætt að segja að sumarið sé komið en síðustu daga hafa hitatölur á svæðinu verið háar. Hitanum fylgja miklar leysingar og er gríðarlegt vatnsmagn á ferðinni í ám og lækjum. Leysingum sem þessum fylgir mikil áraun á kerfin okkar, allar fjórar veiturnar. Hita- og vatnsveituæðar og lagnir okkar þvera ár og læki víða auk þess sem ófært er á nokkrum stöðum á starfssvæði okkar eftir að gafist hefur undan vegum með þeim afleiðingum að þeir fara í sundur.