Fréttir & tilkynningar

Nyrsti hluti Síðubrautar lokaður

Lokun á nyrsta hluta Síðubrautar mun taka gildi í dag, miðvikudaginn 15. nóvember kl. 15:00, vegna lagningu hitaveitulagnar (Hjalteyrarlagnar) við hringtorg að Hörgárbraut. Lokunin mun standa yfir fram að fimmtudagsmorgni 23. nóvember. 

Störf í boði hjá Norðurorku

Umsækjendur eru hvattir til að fylla vandlega út umsóknarformið. Vel framsett umsókn með upplýsingum um fyrri störf og menntun er líklegri til að standast samanburð við aðrar umsóknir.

Breyttur afgreiðslutími

Norðurorka tilkynnir hér með breyttan afgreiðslutíma í þjónustuveri.

Kvennaverkfall 24. október - Norðurorka sýnir samstöðu

Þriðjudaginn 24. október 2023 eru konur og kvár hvött til að leggja niður launaða og ólaunaða vinnu allan daginn eins og konur gerðu þegar fyrst var boðað til kvennafrís á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975.

Lekaleit hitaveitu með drónum 17.-19. október

Þriðjudagskvöld, miðvikudag og miðvikudagskvöld (17.-19. október) munu starfsmenn frá umhverfisverkfræðistofunni ReSource International gera lekaleit á hitaveitu innan Akureyrar og Ólafsfjarðar fyrir hönd Norðurorku.

Norðurorka hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA

Við í Norðurorku erum svo sannarlega stolt af því að vera á meðal þeirra fyrirtækja sem hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2023. Það var hún Glódís Hildur Heiðarsdóttir sem tók við viðurkenningarskjalinu fyrir okkar hönd, en Glódís er einn af fimm öflugum fulltrúum starfsfólks í jafnréttisráði Norðurorku. 

Framúrskarandi fyrirtæki í ellefu ár

Nú, ellefta árið í röð, er Norðurorka í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi. Þar er Norðurorka á meðal þeirra 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla skilyrði greiningar Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum.

Lekaleit hitaveitu með drónum

Á komandi vikum munu starfsmenn frá umhverfisverkfræðistofunni ReSource International gera lekaleit á hitaveitu innan Akureyrar og Ólafsfjarðar fyrir hönd Norðurorku. Lekaleitin verður gerð með drónum þar sem teknar verða hitamyndir úr +50 m hæð af bænum vegna mögulegra leka á hitaveitulögnum.

Góð gjöf frá Plastiðjunni Bjargi Iðjulundi

Á PBI fer fram starfsþjálfun, starfsendurhæfing og vinna fyrir fatlað fólk. PBI er vinnustaður fyrir fólk sem vegna fötlunar eða af öðrum ástæðum er með skerta starfsgetu. Um er að ræða fjölbreyttan hóp starfsfólks með ólíkar áskoranir sem fær tækifæri til að vera virkur þátttakandi í íslensku atvinnulífi.

Yfirbreiðslur á sundlaugar - ábyrg orkunotkun

Norðurorka hefur fengið verkfræðistofuna Eflu til að gera athugun á varmatapi sundlauga og áhrif þess að nota yfirbreiðslur þegar laugarnar eru ekki í notkun.