Fréttir & tilkynningar

Norðurorka styrkir Jólaaðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjarðar

Jólaaðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðisins er samstarf Mæðrastyrksnefndar, Rauða krossins, Hjálparstarfs kirkjunnar og Hjálpræðishersins á Akureyri. Markmið verkefnisins er að styðja efnaminni fjölskyldur og einstaklinga á Eyjafjarðarsvæðinu en því miður eru mörg heimili á Eyjafjarðarsvæðinu sem eru illa stödd fjárhagslega og þurfa á aðstoð að halda.

Framkvæmdir við Týsnes

Týsnes er nýtt iðnaðarhverfi í norðurhluta Nesjahverfis, þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað og iðnaðarhús hafa risið hratt undanfarnar vikur. Áður var búið að leggja fráveitu og vatnsveitu í hverfið en heimlagnir vatnsveitu voru tengdar fyrr í sumar. Hverfið er nálægt náttúruperlunni við Krossanesborgir.

Græna trektin og orkan úr eldhúsinu

Nú er runninn upp sá tími árs sem fólk steikir ógrynni af laufabrauði, soðnu brauði og kleinum, auk þess sem hangikjöt og steikur eru víða á boðstólnum. Þar af leiðandi fellur meira til af steikingarolíu, tólg og fitu á heimilum landsins en á öðrum mánuðum ársins.

Endurnýjun dreifistöðvar nr. 108 - Týsnes

Síðastliðinn laugardag, 5.nóvember var unnið að endurnýjun dreifistöðvar við Týsnes. Þá var allt sem tengt var í eldra húsinu, þ.e. háspennustrengur og margir lágspennustrengir, tengt yfir í nýtt hús auk þess sem spennir var fluttur á milli. Þar með er dreifistöð 108 komin í nýtt hús. 

Endurnýjun kaldavatnstanks á Svalbarðsströnd

Í haust hófust framkvæmdir við að skipta um kaldavatnstank í Sunnuhlíð á Svalbarðsströnd. Tankurinn, sem kominn er til ára sinna, er 400 m3 forðabúr fyrir vatnsveitu Svalbarðsstrandar en í hann kemur vatn úr Garðsvíkurlindum.

Við auglýsum eftir sérfræðingi í þjónustuver okkar

Norðurorka hf. óskar eftir að ráða tæknilega sinnaðan sérfræðing í þjónustuver.

Truflanir í hitaveitu í efri byggðum bæjarins Uppfært kl. 18.20

Vegna bilunar á hitaveitustofn er nú þegar einhver truflun á afhendingu og óvenju lágur þrýstingur í efri byggðum bæjarins. Viðgerð stendur yfir en á meðan er fólk beðið að fara sparlega heita vatnið.

Borun hitastigulsholna í Eyjafirði

Rannsóknir eru veigamikill þáttur í starfsemi Norðurorku en þær byggja annars vegar á því að fylgjast vel með þeim auðlindum sem verið er að nýta hverju sinni, svokallað vinnslueftirlit, en hins vegar á að huga að mögulegum framtíðarvinnslusvæðum.

Samfélagsstyrkir 2023 - Auglýst eftir umsóknum

Nú hefur verið auglýst eftir umsóknum um styrki til samfélagsverkefna vegna ársins 2023.

Norðurorka er framúrskarandi fyrirtæki 2022

Norðurorka er framúrskarandi fyrirtæki árið 2022 og er þar með á meðal þeirra 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla skilyrði greiningar Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum.