Fréttir & tilkynningar

Norðurorka er framúrskarandi fyrirtæki 2022

Norðurorka er framúrskarandi fyrirtæki árið 2022 og er þar með á meðal þeirra 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla skilyrði greiningar Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum.

Viðurkenning jafnvægisvogarinnar 2022

Í gær fór fram ráðstefna Jafnvægisvogar FKA, Jafnrétti er ákvörðun, en hún er liður í því að vekja fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög til umhugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis með auknum jöfnuði kynja í stjórnunarstöðum.

Neyðarstjórn Norðurorku virkjuð vegna slæmrar veðurspár

Neyðarstjórn Norðurorku hefur virkjuð vegna slæmrar veðurspár sunnudaginn 9. október.

Í framhaldi af atburðum helgarinnar - Flóð á Eyrinni

Það var mikið um að vera á Akureyri um síðustu helgi líkt og fram hefur komið í fréttum. Öflug norðanátt og há sjávarstaða orsakaði flóð á Eyrinni á sunnudag sem olli miklu tjóni en sjávarflóð sem þetta er eitt af því sem fellur undir Náttúruhamfaratryggingu Íslands.

Veðrið og há sjávarstaða á Eyrinni

Neyðarstjórn Norðurorku kom saman fyrr í dag til að fara yfir stöðu mála í tengslum við veðrið sem gekk yfir svæðið fyrir hádegið. Farið var yfir ástand og virkni kerfa og mannafla á vettvangi.

Evrópska samgönguvikan og vistvænar samgöngur hjá Norðurorku

Á undanförnum árum hefur Norðurorka og starfsfólk lagt vaxandi áherslu á vistvænar samgöngur. Fyrirtækið greiðir samgöngustyrki í samræmi við skilyrði skv. skattmati Ríkisskattstjóra á hverju ári og fjölmargt starfsfólk mætir til vinnu með vistvænum hætti, allt frá nokkrum dögum, hluta úr ári og upp í alla daga ársins.

Af rafbílavæðingu og uppsetningu hleðslustöðva

Laugardaginn 17. september nk. verður efnt til afmælisdagskrár í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í tilefni af því að hundrað ár eru í þessum mánuði liðin frá því að Rafveita Akureyrar hóf framleiðslu og dreifingu á rafmagni á Akureyri. Þar verða m.a. fluttir áhugaverðir fyrirlestrar um ýmislegt er lýtur að raforkumálum, t.d. orkuskipti, rafbílavæðingu og hleðslustöðvar.

Afmælisdagskrá í Hofi

Í tilefni þess að í september eru liðin 100 ár frá því að rafmagnsframleiðsla og dreifing hófst á Akureyri býður Norðurorka upp á sérstaka afmælisdagskrá í Hofi laugardaginn 17. september.

Mat á mengunarhættu á vatnsverndarsvæðum Akureyringa

Um 75-80% neysluvatns bæjarbúa Akureyrar kemur frá tveimur lindasvæðum sem staðsett eru norðan og sunnan við skíðasvæði Hlíðarfjalls, Sellandslindir á Glerárdal og Hesjuvallalindir í Hlíðarfjalli. Glerárdalur og Hlíðarfjall eru vinsæl útivistarsvæði og á undanförnum árum hefur Norðurorka unnið að því að fræða almenning um mikilvægi vatnsverndarsvæðanna sem skilgreind eru til verndar vatnslindunum og heilnæmi neysluvatns Akureyrar.

Hundrað ár frá stofnun Rafveitu Akureyrar

Í september eru hundrað ár liðin frá því að raforkuframleiðsla og -dreifing hófst á Akureyri. Aldarafmælis framleiðslu og dreifingu rafmagns í bænum er minnst með ýmsum hætti núna í september.