Fréttir & tilkynningar

Norðurorka hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA

Við í Norðurorku erum svo sannarlega stolt af því að vera á meðal þeirra fyrirtækja sem hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2023. Það var hún Glódís Hildur Heiðarsdóttir sem tók við viðurkenningarskjalinu fyrir okkar hönd, en Glódís er einn af fimm öflugum fulltrúum starfsfólks í jafnréttisráði Norðurorku. 

Framúrskarandi fyrirtæki í ellefu ár

Nú, ellefta árið í röð, er Norðurorka í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi. Þar er Norðurorka á meðal þeirra 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla skilyrði greiningar Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum.

Lekaleit hitaveitu með drónum

Á komandi vikum munu starfsmenn frá umhverfisverkfræðistofunni ReSource International gera lekaleit á hitaveitu innan Akureyrar og Ólafsfjarðar fyrir hönd Norðurorku. Lekaleitin verður gerð með drónum þar sem teknar verða hitamyndir úr +50 m hæð af bænum vegna mögulegra leka á hitaveitulögnum.

Góð gjöf frá Plastiðjunni Bjargi Iðjulundi

Á PBI fer fram starfsþjálfun, starfsendurhæfing og vinna fyrir fatlað fólk. PBI er vinnustaður fyrir fólk sem vegna fötlunar eða af öðrum ástæðum er með skerta starfsgetu. Um er að ræða fjölbreyttan hóp starfsfólks með ólíkar áskoranir sem fær tækifæri til að vera virkur þátttakandi í íslensku atvinnulífi.

Yfirbreiðslur á sundlaugar - ábyrg orkunotkun

Norðurorka hefur fengið verkfræðistofuna Eflu til að gera athugun á varmatapi sundlauga og áhrif þess að nota yfirbreiðslur þegar laugarnar eru ekki í notkun.

Sorpkvarnir ekki heppilegar fyrir fráveitukerfið

Fráveitukerfin á Íslandi eru ekki hönnuð til að taka við miklu magni af matarleifum. Ekki nóg með að þær fari illa með lagnir vegna breytts sýrustigs, heldur auka þær einnig álag á dælu- og hreinsistöðvar með tilheyrandi aukningu í viðhaldi og kostnaði.

Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna í heimsókn

Þann 25. júlí komu nemendur í Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna í árlega heimsókn. Starfsmenn Norðurorku, Hrönn Brynjarsdóttir gæða- og öryggisstjóri og Pétur Freyr Jónsson yfirvélafræðingur, fóru með hópinn í leiðsögn um helstu vinnslusvæði hitaveitu á svæðinu, Laugaland og Hjalteyri.

Eitt af stóru viðhaldsverkefnum Norðurorku

Í hitaveitukerfi Norðurorku er töluverður fjöldi af gömlum hitaveitubrunnum, en eitt af stóru viðhaldsverkefnum fyrirtækisins er að fjarlægja þessa brunna úr kerfinu og bæta þannig afhendingaröryggi, vinnuaðstæður og öryggi starfsfólks. 

Verðskrárbreytingar 1. ágúst næstkomandi

Þann 1. ágúst verður gerð breyting á verðskrám Norðurorku en þá munu verðskrár allra veitna hækka um 4,9%. Miklar framkvæmdir eru yfirstandandi og framundan í öllum veitum fyrirtækisins og ljóst er að verðskráin mun áfram litast af þeim.

Staðan á metan á Akureyri

Norðurorka hóf framleiðslu metangass úr gömlu ruslahaugunum á Glerárdal fyrir ofan Akureyri í ágústlok árið 2014. Mikil ávinningur er falinn í föngun hauggass sem og framleiðslu metangass fyrir samfélagið allt og ekki síður fyrir umhverfið.