Fréttir & tilkynningar

Verðskrárbreytingar hjá Norðurorku 1. janúar 2023

Um síðastliðin áramót tóku í gildi breytingar á verðskrám Norðurorku. Á grundvelli greiningar á rekstrar­­­kostnaði og vísitölum og að teknu tilliti til fjárfestingaáætlana, var niðurstaða stjórnar Norðurorku að hækka verð­skrár fyrirtækisins frá og með 1. janúar 2023 samkvæmt eftirfarandi.

Starfsaldursviðurkenningar hjá Norðurorku

Á dögunum voru veittar starfsaldursviðurkenningar hjá Norðurorku hf.  Það er gaman að segja frá því að almennt er starfsaldur hár í fyrirtækinu og starfsmannavelta lítil. Það voru 23 einstaklingar sem höfðu starfað í 10 ár eða lengur hjá Norðurorku þegar viðurkenningarnar voru veittar. Samanlagður starfsaldur þeirra var 545 ár en í slíkri reynslu býr mikill mannauður.

Jólakveðja og opnunartími um hátíðarnar

Við óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðiríkrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Þökkum góð samskipti á árinu sem er að líða.

Staða hitaveitu Norðurorku

Umræðan um hitaveitur á Íslandi hefur trúlega ekki farið fram hjá mörgum undanfarnar vikur. Hitaveitur víða um land eru komnar að þolmörkum varðandi það að geta annað eftirspurn á köldustu dögum ársins og nú hefur víða verið gripið til þess ráðs að loka sundlaugum á Suðurlandinu.

Hugum að hitaveitunni, er nóg til?

Í síðustu viku tók Norðurorka þátt í opnum fundi sem Samorka bauð uppá þar sem málefni hitaveitna, staða jarðhitaauðlindarinnar og forðamál voru í brennidepli. Yfirskrift fundarins var „Hugum að hitaveitunni, er nóg til?“ en þar kom m.a. fram að þó svo að orkuskipti til upphitunar húsa séu mjög langt komin þá er ekki sömu sögu að segja um orkuöflunina. Undanfarin ár hefur notkun á heitu vatni aukist mikið og umfram allar spár þar um.

Norðurorka styrkir Jólaaðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjarðar

Jólaaðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðisins er samstarf Mæðrastyrksnefndar, Rauða krossins, Hjálparstarfs kirkjunnar og Hjálpræðishersins á Akureyri. Markmið verkefnisins er að styðja efnaminni fjölskyldur og einstaklinga á Eyjafjarðarsvæðinu en því miður eru mörg heimili á Eyjafjarðarsvæðinu sem eru illa stödd fjárhagslega og þurfa á aðstoð að halda.

Framkvæmdir við Týsnes

Týsnes er nýtt iðnaðarhverfi í norðurhluta Nesjahverfis, þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað og iðnaðarhús hafa risið hratt undanfarnar vikur. Áður var búið að leggja fráveitu og vatnsveitu í hverfið en heimlagnir vatnsveitu voru tengdar fyrr í sumar. Hverfið er nálægt náttúruperlunni við Krossanesborgir.

Græna trektin og orkan úr eldhúsinu

Nú er runninn upp sá tími árs sem fólk steikir ógrynni af laufabrauði, soðnu brauði og kleinum, auk þess sem hangikjöt og steikur eru víða á boðstólnum. Þar af leiðandi fellur meira til af steikingarolíu, tólg og fitu á heimilum landsins en á öðrum mánuðum ársins.

Endurnýjun dreifistöðvar nr. 108 - Týsnes

Síðastliðinn laugardag, 5.nóvember var unnið að endurnýjun dreifistöðvar við Týsnes. Þá var allt sem tengt var í eldra húsinu, þ.e. háspennustrengur og margir lágspennustrengir, tengt yfir í nýtt hús auk þess sem spennir var fluttur á milli. Þar með er dreifistöð 108 komin í nýtt hús. 

Endurnýjun kaldavatnstanks á Svalbarðsströnd

Í haust hófust framkvæmdir við að skipta um kaldavatnstank í Sunnuhlíð á Svalbarðsströnd. Tankurinn, sem kominn er til ára sinna, er 400 m3 forðabúr fyrir vatnsveitu Svalbarðsstrandar en í hann kemur vatn úr Garðsvíkurlindum.