02.02.2016
Norðurorka hf. tók við rekstri fráveitu á Akureyri í upphafi árs 2014 og hefur síðan verið unnið markvisst að endurskipulagningu og úrbótum á veitunni. Stærsta einstaka verkefnið sem fyrir liggur er bygging hreinsistöðvar og nýrrar útrásar við Sandgerðisbót.
29.01.2016
Viðgerð er nú að ljúka í Víðilundi og búið að opna fyrir kalt vatn.
29.01.2016
Vegna bilunar er nú lokað fyrir kalt vatn í Víðilundi
26.01.2016
Nú geta Akureyringar nálgast GRÆNU TREKTINA í þjónustuveri Norðurorku, þjónustuanddyrir Ráðhússins og á gámasvæðinu Réttarhvammi frá og með næstkomandi fimmtudegi. Þá verður trektin kynnt á Glerártorgi á föstudaginn milli kl. 16:00 og 18:30 og laugardaginn kl. 12:00 - 16:00.
25.01.2016
Norðurorka óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við framlengingu á útrásarlögn við athafnasvæði Nökkva við Drottningarbraut.
Útboðsgögn verða afhent frá og með miðvikudeginum 27. janúar á rafrænu formi.
Þeim sem hafa áhuga á því að bjóða í verkið er bent á að senda tölvupóst til þjónustuvers Norðurorku, netfangið no@no.is , eða hringja í síma 460-1300 og óska eftir útboðsgögnum.
25.01.2016
Norðurorka hf. óskar eftir að ráða verkstjóra á framkvæmdasviði. Verkstjóri skipuleggur verkefni vélaverkstæðis og vinnuflokka veitukerfa og hefur umsjón með daglegri stjórnun þeirra
08.01.2016
Í dag var skrifað undir samning milli Norðurorku hf. og Menningarfélags Akureyrar um að Norðurorka verði bakhjarl Menningarfélagsins næstu þrjú árin.
07.01.2016
Í dag voru styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna afhentir við athöfn í matsal félagsins að Rangárvöllum. Alls voru afhentir styrkir til 43 verkefna.
06.01.2016
Norðurorka hf. og Listasafnið hafa gengið frá samningi þess efnis að Norðurorka verði bakhjarl safnsins næstu þrjú árin.
31.12.2015
Nokkrar breytingar verða á verðskrá Norðurorku þann 1. janúar 2016. Í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar síðast liðið haust var gerð ítarleg skoðun á þeim hækkunum sem orðið hafa á rekstrarkostnaði félagsins undangengin ár auk þess sem horft var til verðbólguspár Seðlabankans.