Fréttir & tilkynningar

Lokað fyrir kalt vatn vegna bilunar... UPPFÆRT Viðgerð lokið

Uppfært kl. 16:30: Viðgerð er lokið og búið er opna fyrir kalda vatnið. Gatan er þó ennþá lokuð þar sem frágangi lýkur á morgun. Vegna bilunar er lokað fyrir kalt vatn í hluta Þórunnarstrætis, Klettastígs, Hamarstígs og Helgamagrastrætis í dag þriðjudaginn 10. apríl. Lokað verður á meðan viðgerð stendur yfir, nánari upplýsingar verða birtar hér á heimasíðunni þegar þær liggja fyrir. ATH ! Varast ber að nota heita vatnið á meðan þar sem það er óblandað og getur því verið mjög heitt. SJÁ MEIRA MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA Á FYRIRSÖGN.

Aðalfundur Norðurorku hf. 2018

Aðalfundur Norðurorku hf. var haldinn í dag 6. apríl 2018. Eigendur félagsins eru sex sveitar­­félög, Þingeyjarsveit, Grýtubakkahreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Eyjafjarðar­sveit, Akureyrarbær og Hörgársveit. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Lokað frá kl. 14.45 á föstudag vegna ársfundar Norðurorku

Vegna ársfundar Norðurorku 2018 verður fyrirtækið lokað frá klukkan 14.45 föstudaginn 6. apríl.

Bilun á háspennustreng olli rafmagnsleysi

Bilun á háspennustreng milli dreifistöðvar 003 (Hafnarstræti 53) og dreifistöðvar 002 (neðst á Spítalavegi) orsakaði rafmagnsleysi á nokkuð stóru svæði milli kl. 17.30 og 18.00 í dag. Hægt var að koma rafmagni aftur á eftir öðrum leiðum um klukkan 18.00 og ættu því allir að vera komnir með rafmagn.

Að slá köttinn úr tunnunni

Að slá köttinn úr tunnunni er gamall siður á Akureyri. Um er að ræða danskan sið sem hingað barst á 19. öld. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Vöruflutningabíll valt inn á vatnsverndarsvæði Norðurorku

Aðfaranótt laugardagsins 27. janúar sl. valt vöruflutningabíll útaf þjóðvegi nr. 1 í Hörgárdal, inn á vatnsverndarsvæði Norðurorku. Vatnsverndarsvæðið á Vöglum sér íbúum og fyrirtækjum á Akureyri fyrir köldu vatni. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Spennandi störf hjá Norðurorku

Nú eru tvö spennandi störf í boði hjá Norðurorku hf og er umsóknarfrestur til 11. febrúar 2018. Annars vegar er auglýst starf þjónustufulltrúa í þjónustuveri og hins vegar auglýsum við starf vélfræðings í kerfisstjórn. Smellið á fyrirsögn til að sjá meira.

Vinna við dreifistöð í Suðurbyggð

Þessa dagana er verið að vinna í viðhaldi og endurnýjun lagna, götukassa og búnaðar í dreifistöð 043 Suðurbyggð 4. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Dagur rafmagnsins 23. janúar

Dagur rafmagnsins hefur verið haldinn hátíðlegur að frumkvæði orkufyrirtækja á Norðurlöndum um nokkurra ára skeið. Samorka (samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi) tekur nú þátt í annað skipti en í fyrra styrkti Samorka framleiðslu 160 sólarorkulampa sem eru nú í dreifingu í þorpinu Mwanza í Tansaníu. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Breytingar á verðskrám Norðurorku 1. janúar 2018

Orku- og veitukostnaður á Akureyri hefur um langt skeið verið með því lægsta sem gerist á landinu. Þá sýnir samanburður að verðskrár vatnsveitu og fráveitu eru lægri en hjá flestum sveitarfélögum sem eðlilegt er að við berum okkur saman við. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.