25.02.2022
Á árinu 2022 áætlar Norðurorka að skipta öllum hemlum og eldri sölumælum hitaveitu á Ólafsfirði út fyrir snjallmæla. Samhliða því verður einnig uppsett söfnunarkerfi sem safnar upplýsingum úr mælunum.
18.02.2022
Fimmtudaginn 17. febrúar úthlutaði Norðurorka styrkjum til samfélagsverkefna og fór athöfnin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Staðsetningin er vel við hæfi þar sem Norðurorka er bakhjarl Menningarfélagsins.
07.02.2022
Norðurorka hf. óskar eftir að ráða rafvirkja á framkvæmdasvið.
Starfið heyrir undir verkstjóra rafmagnsþjónustu.
06.02.2022
Neyðarstjórn Norðurorku hefur verið virkjuð vegna slæmrar veðurspár. Miðað við spár og viðvaranir er talið líklegt að truflanir verði á flutningskerfi rafmagns en slíkt getur haft áhrif á kerfi Norðurorku. Ekki einungis á dreifiveitu rafmagns á Akureyri heldur einnig á hita-, vatns- og fráveitu þar sem margar dælur eru víða í kerfunum á öllu starfssvæðinu.
02.02.2022
Vegna framkvæmda í Holtahverfi í tengslum við nýtt hverfi verður losuð klöpp til að koma fyrir lögnum. Unnið verður við þetta á milli kl. 7.00 og 19.00 virka daga, af og til út febrúar.
Hávaðamengun mun fylgja framkvæmdinni.
27.01.2022
Nú er rúmlega eitt ár liðið frá því að hreinsistöð fráveitu í Sandgerðisbót á Akureyri var tekin í notkun en þar er allt fráveituvatn á Akureyri hreinsað áður en því er veitt út í fjörðinn. Auk þess að minnka það rusl sem berst út í Eyjafjörðinn hefur tilkoma hreinsistöðvarinnar einnig leitt til þess að dregið hefur úr gerlamengun meðfram strandlengjunni á Akureyri.
24.01.2022
Norðurorka hefur hlotið jafnlaunavottun, sem er staðfesting á því að launakerfi fyrirtækisins uppfylli kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 en jafnlaunakerfið skal innihalda kerfisbundnar aðferðir til að koma í veg fyrir kynbundinn launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna.
19.01.2022
Norðurorka hf. óskar eftir að ráða verkefnastjóra til að sinna sameiginlegum verkefnum Akureyrarbæjar og Norðurorku.
Umsóknafrestur er til og með 1. febrúar 2022.
04.01.2022
Miklar innviðaframkvæmdir hafa verið í gangi í flestum veitum Norðurorku undanfarin ár og er þar bæði um að ræða nýframkvæmdir og viðhald. Eitt af stærstu verkefnunum félagsins þessi árin er að auka orkumátt hitaveitunnar...
23.12.2021
Norðurorka rekur mikilvæga innviði sem samfélagið reiðir sig á alla daga ársins og við viljum að sjálfsögðu vera í góðum sambandi við okkar viðskiptavini.