10.10.2017
Norðurorka hefur undanfarin ár hvatt starfsfólk sitt til þess að ferðast til og frá vinnu á vistvænan máta. Í sumar tók starfsfólk Norðurorku sig saman um hópkaup á rafhjólum en keypt voru 30 reiðhjól af gerðinni Cube sem verslunin TRI í Reykjavík selur (www.tri.is).
Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.
29.09.2017
Viðgerðum á gashreinsistöðinni er lokið og framleiðsla komin í gang á nýjan leik.
Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.
27.09.2017
Vegna bilunar í hreinsistöð fyrir metan er ekki unnt að afgreiða metan frá afgreiðslustöð.
Búið er að greina bilunina og er nú beðið eftir varahlutum frá Svíþjóð. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.
20.09.2017
Þann 1. ágúst sl. hækkaði gjaldskrá rafveitu í kjölfar hækkunar Landsnets á flutningsgjaldi.
Áhrifin hjá viðskiptavinum Norðurorku nema 2,65% á hverja kílóvattstund sem birtist þá sem hækkun á rafmagnsreikningum frá Norðurorku úr 6,40 kr. í 6,57 kr. fyrir hverja kílóvattstund.
16.08.2017
Vegna vinnu við stofnkerfi hitaveitu verður LOKAÐ fyrir HEITT VATN suður Hafnarstræti frá og með nr. 47, Aðalstræti suður fyrir Skautahöll, Spítalavegur, Tónatröð og Lækjargötu í dag, miðvikudaginn 16. ágúst 2017. Áætlaður tími er frá kl. 8.00 og fram eftir degi.
Sjá meira
04.08.2017
Viðgerðum á gashreinsistöðinni er lokið og framleiðsla komin í gang á nýjan leik.
04.08.2017
Bilun kom upp í hreinsistöð fyrir hauggasið. Á meðan er ekki unnt að afgreiða metan frá afgreiðslustöð. Unnið er að viðgerð.
13.07.2017
Norðurorka hefur unnið að undirbúningi byggingar hreinsimannvirkis fyrir fráveitu Akureyrar frá árinu 2014 þ.e. frá þeim tíma sem félagið yfirtók fráveitukerfið. (Sjá meira með því að smella á fyrirsögn)
11.07.2017
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum valt olíubíll við bæinn Búðarnes í Hörgárdal í morgun. Viðbúnaður viðbragðsaðila var mikill enda varð óhappið inn á vatnsverndarsvæði Norðurorku sem nær m.a. inn að vatnaskilum á Öxnadalsheiði. Í bílnum voru um 3.000 lítrar af litaðri olíu.
(Sjá meira með því að smella á fyrirsögn)
04.07.2017
Hrönn Brynjarsdóttir hefur verið ráðin í starf gæða-, umhverfis- og öryggisstjóra hjá Norðurorku og mun hún hefja störf um miðjan ágústmánuð. Sjá meira...