04.01.2022
Miklar innviðaframkvæmdir hafa verið í gangi í flestum veitum Norðurorku undanfarin ár og er þar bæði um að ræða nýframkvæmdir og viðhald. Eitt af stærstu verkefnunum félagsins þessi árin er að auka orkumátt hitaveitunnar...
23.12.2021
Norðurorka rekur mikilvæga innviði sem samfélagið reiðir sig á alla daga ársins og við viljum að sjálfsögðu vera í góðum sambandi við okkar viðskiptavini.
22.12.2021
Norðurorka hefur frá árinu 2007 rekið hitaveitu í Fnjóskadal og Grýtubakkahrepp, Reykjaveitu. Á vinnslusvæðinu á Reykjum í Fnjóskadal eru tvær borholur sem hafa verið virkjaðar og þaðan liggur 54 km lögn til Grenivíkur. Að reka svona langa hitaveitu hefur í för með sér margar áskoranir.
22.12.2021
Við óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðiríkrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári.
Þökkum góð samskipti á árinu sem er að líða.
Opnunartími um hátíðarnar...
08.12.2021
Eitt af verkefnum Norðurorku er að tryggja nægilegt magn af hreinu og góðu neysluvatni til einstaklinga og fyrirtækja á veitusvæðinu. Við rekstur vatnsveitu er í mörg horn að líta og er eitt af fjölmörgum viðhaldsverkefnum okkar regluleg þrif á vatnstönkunum. Í morgun var stóri tankurinn (4.000 m3) á Rangárvöllum þrifinn.
07.12.2021
Þjónustuver Norðurorku verður lokað frá kl. 14.00 föstudaginn 10. desember.
Sé um áríðandi tilfelli að ræða má hafa samband í síma 621-1300.
06.12.2021
Rafmagnslaust er á norðurhluta Akureyrar þessa stundina (kl. 13:40).
Óvíst er hvað veldur en við munum uppfæra fréttina um leið og við vitum meira.
19.11.2021
Á hverju ári má ætla að tæplega 200 tonn af ýmsum óæskilegum úrgangi berist í fráveitur um allt land. Það þýðir að um hálft kíló af rusli fer í klósettin eða niðurföll á hvern íbúa á landinu. Eitt af stóru verkefnum fráveitna á Íslandi er að minnka úrgang í fráveitu, þ.e. rusl sem ekki á þar heima. Klósettið er nefnilega ekki ruslafata!
04.11.2021
Nú er runninn upp sá tími árs sem landsmenn steikja ógrynni af laufabrauði, soðnu brauði og kleinum og því langar okkur að minna á Grænu trektina sem auðveldar fólki að safna úrgangsolíu og -fitu sem síðar verður að eldsneyti...
03.11.2021
Í síðustu viku var unnið að dæluupptekt við hitaveituborholu 3 á Laugarengi Ólafsfirði.