Fréttir & tilkynningar

Öllum takmörkunum varðandi hitaveituna hefur verið aflétt

Öllum takmörkunum varðandi hitaveituna hefur verið aflétt. Vinnslusvæðið á Hjalteyri er þó enn keyrt á varaafli en þar eru í gangi tvær varaaflsvélar. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Staðan á hitaveitukerfunum í lok dags 11. desember

Rekstur hitaveitunnar hefur gengið nokkuð vel í dag og er flest í nokkuð góðu ástandi. Nú er unnið að viðgerð á búnaði sem fæðir sveitina suður frá Fagraskógi en þar var um bilun að ræða. Tekist hefur að halda vatnshæð og auka magn í tönkum á Akureyri. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Takmarkað afl hitaveitunnar

Það gekk þokkalega að halda hitaveitukerfinu gangandi í nótt. Staðan hefur þó smáversnað í morgunsárið. Nú er rafmagnslaust að hluta í Hörgársveit og vinnslusvæðið á Hjalteyri er keyrt á varaafli. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Rafmagnstruflanir valda rekstrarerfiðleikum í hitaveitunni

Miklar rafmagnstruflanir hafa verið á Norðurlandi seinnipartinn í dag af völdum óveðursins. Truflanirnar hafa margsinnis slegið út dælum og búnaði í hitaveitukerfum Norðurorku. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Mögulegar truflanir vegna breytinga á hitaveitukerfi

Liðna daga hefur verið unnið að því að taka hluta af nýju 500 mm lögninni frá Hjalteyri í notkun. Með þeirri aðgerð eykst magn hitaveituvatns sem hægt er flytja til Akureyrar en flutningsgeta aðveitukerfisins hefur verið þröskuldur liðna vetur. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Lokað eftir hádegi fimmtudaginn 5. desember vegna útfarar

Fimmtudaginn 5. desember verður Norðurorka hf. lokuð frá klukkan 12.00 vegna útfarar Hafþórs Gunnarssonar starfsmanns fyrirtækisins. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Styrkir til samfélagsverkefna - Umsóknafrestur liðinn

Á haustdögum var auglýst eftir umsóknum um styrki til samfélagsverkefna vegna ársins 2020. Umsóknarfrestur var til og með 19. nóvember 2019. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Aflestur og mögulegar breytingar á fjárhæðum orkureikninga

Viðskiptavinir Norðurorku greiða ákveðna upphæð í hverjum mánuði fyrir orkunotkun sína, en í kjölfar aflesturs og uppgjörs á haustdögum kann fjárhæð orkurreiknings að hækka eða lækka. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Framkvæmdir við byggingu hreinsistöðvar á áætlun

Norðurorka tók yfir fráveitu Akureyrar í ársbyrjun 2014 og er nú bygging hreinsistöðvar fráveitu langt komin. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Styrkir til samfélagsverkefna - Auglýst eftir umsóknum

Nú hefur verið auglýst eftir umsóknum um styrki til samfélagsverkefna vegna ársins 2020. Umsóknarfrestur er til og með 19. nóvember 2019. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.