Fréttir & tilkynningar

Hitaveitubilun miðvikudaginn 15. maí - Uppfært kl. 21.50

Hitaveitubilun er núna á stóru svæði á Akureyri. Uppfært kl. 21.50 Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Framkvæmdir vegna nýrrar Hjalteyrarlagnar

Á næstunni mun nýja heitaveituaðveituæðin frá Hjalteyri verða tengd við bæjarkerfið á gatnamótum Þórunnarstrætis og Glerárgötu. Búast má við truflun á umferð þar sem Þórunnarstræti lokast við Glerárgötu. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Endurnýjun hitaveitulagna í Þórunnarstræti

Vegna endurnýjunar hitaveitulagna í Þórunnarstræti má búast við umferðartöfum og skertu aðgengi að húsum í Þórunnarstræti á meðan framkvæmdir standa yfir. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Vistorka hefur opnað vefsíðu með upplýsingum um rafbíla

Orkuskipti í samgöngum á Íslandi eru hafin og ljóst er að á næstu árum mun rafbílum fjölga í auknum mæli á götunum, eftir því sem úrval rafbíla eykst. Ýmsar spurningar hafa vaknað hjá fólki sem hyggur á kaup á rafbílum og hefur Vistorka opnað vefsíðu þar sem finna má svör við mörgum þessara spurninga. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Aðalfundur Norðurorku hf. 2019

Aðalfundur Norðurorku hf. var haldinn í dag 5. apríl 2019. Eigendur félagsins eru sex sveitarfélög, Þingeyjarsveit, Grýtubakkahreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Eyjafjarðarsveit, Akureyrarbær og Hörgársveit. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Breytingar á útrennsli í Reykjaveitu

Veturinn 2017-2018 fór fyrst að bera á þrýstiflökti í Reykjaveitu. Í vetur hefur borið meira á þessu þannig að nú er svo komið að Norðurorka telur brýnt að grípa til aðgerða til að áfram verði hægt að tryggja öllum notendum veitunnar jafnt aðgengi að jarðhitaauðlindinni.

Þátttaka Norðurorku á starfamessu í Háskólanum á Akureyri

Norðurorka tók þátt í Starfamessu í Háskólanum á Akureyri sem fram fór föstudaginn 1. febrúar síðastliðinn. Áætla má að um 700 unglingar hafi lagt leið sína í Háskólann þennan dag... Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Heita vatnið og kuldatíð

Það hefur ekki farið framhjá mörgun að Veitur hafa liðna daga beðið viðskiptavini sína að fara sparlega með heita vatnið. Norðurorka tekur undir með Veitum og hvetur viðskiptavini á veitusvæði Norðurorku til að .... Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Lokað frá kl. 13.00 föstudaginn 1. febrúar vegna jarðarfarar

Föstudaginn 1. febrúar verður Norðurorka hf. lokuð frá klukkan 13.00 vegna jarðarfarar Guðrúnar Bjargar Harðardóttur. Sé erindið brýnt ... Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Bláar málningaragnir í heitavatnskerfum viðskiptavina Norðurorku

Norðurorku er enn að berast ábendingar um bláar málningaragnir eða lit í síum blöndunartækja og mun starfsfólk Norðurorku svara ábendingum og skipta út hitaveitumælum hjá viðkomandi. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.